Þetta lítur ekki vel út.

Nú þegar hefur Landeyjahöfn lokast og vetrarlægðirnar ekki farnar að sýna sig. Ég er ansi hrædd um að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því hversu gríðarleg hreyfing er þarna á sandinum. Það þarf ansi lítið til, til að höfnin lokist. Annaðhvort er þarna um verulegan hönnunargalla að ræða eða menn hafi alveg lokað augunum fyrir þeirri hættu sem stafar af hreyfingu sandsins við ströndina. Gamlir sjómenn í Vestmannaeyjum voru búnir að vara við þessu. Verður Landeyjahöfn sumarhöfn og Þorlákshöfn vetrarhöfn. Mun þurfa að halda úti tveim höfnum? Verður sanddæluskip að vera alltaf til taks í Landeyjahöfn með tilheyrandi kostnaði? Verða meiri fjármunir setti í höfnina til að lagfæra hana eða verður þetta eilífðarverkefni að dýpka höfnina? Allavega er niðurstaðan sú að Vestamannaeyingar geta enn síður stólað á samgöngur núna en áður. Það var þó hægt að stóla á ferðir Herjólfs milli Eyja og Þorlákshafnar áður en Landeyjarhöfn var tekin í notkun, en ekki núna. Hann siglir hingað til Þorlákshafnar einhverja næstu daga og hvað svo? Flugið er stopult sem áður. Þetta er vont mál. Kannski hefði verið ódýrara að festa kaup á hraðskreiðara skipi og málið leyst.
mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 5618

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband