Haggis er málið!

Skotlandsferðin tókst mjög vel. Við fengum óskaveður, sól og sumarhita. Nokkrir sólbrunnu og útsteyptir í flugnabiti.  Bærinn sem við vorum í, Dunfermline er vel falið leyndarmál. Hann er um 15 mílum frá Edinborg og þar búa um 60 þús. manns. Hann er fullur af sögu, gömlum byggingum og fallegum garði, kirkjum og fleira. Þar hefur hraði stórborga ekki náð tökum sínum á íbúum. Þar er gott að versla, góðir veitingastaðir, einstaklega gott og glatt fólk. Söngurinn í þessari ævagömlu klausturkirkju tókst vel.  Kórinn er ekki vanur að syngja í svo stóru rými en hljómburðurinn var mjög góður og var æðislega gaman að syngja þarna. Var okkur einstaklega vel tekið.  Messuformið er með nokkrum öðrum hætti og gerðum við góða tilraun til að syngja á enskri tungu sálmana með söfnuðinum, sem tókst misjafnlega. Farið var í ferð um hálendið, skoðuð whiskeyverksmiðja m. meiru og farið í kastalaskoðun. Að sjálfsögðu var komið við í Marks og spencer, Slaters og fleiri góðum búðum á leiðinni, bæði í Glasgow og Edinborg.  Skotar er afskaplega jákvæðir og skemmtilegir og gaman að sækja þá heim. Að sjálfsögðu var smakkað á haggis (skoska slátrinu), sem var djúpsteikt með whiskeysósu. Við ættum að nýta okkur þetta og ota slátrinu okkar að ferðamönnum og sem daglegum skyndibita. Haggis er hægt að kaupa daglega á öllum venjulegum skyndibitastöðum í Skotlandi og eru heimamenn að snæða það sem hádegismat í matarhlém sínum sem og kvöldmat. Það mætti kannski taka þann sið hér. Krydda það aðeins meira og svo djúpsteikja og kannski búa til Egils-malt sósu eða brennivínssósu með.  Skora á einhvern kokkinn að prófa sig áfram með þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég held að þú ættir bara sjálf að framkvæmda þessa frábæru viðskiptahugmynd - það má auðvita alltaf fá einhverja afbragðskokka til að hjálpa sér til að þróa hana!

Valgerður Halldórsdóttir, 22.6.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug. Ég á einn ágætan skólabróður Magga sem er frábær kokkur og það væri kannski ráð að athuga hvað hann gæti töfrað fram úr erminni með  þetta. Allt er betra en álver, ekki satt! Það eru miljón hugmyndir til í þessum efnum og alltaf velja þeir þær verstu! 

Sigurlaug B. Gröndal, 22.6.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband