Kempervennen Íslands - sundlaugarparadís!

Þeir sem hafa komið í sumarhúsabyggðina Kempervennen í Hollandi hafa borið augum og líklega notað þá yndislegu tropical sunlaugaparadís sem þar er fyrir alla fjölskylduna. Þeir sem aftur á móti hafa ekki komið þangað né vita um hvað ég er að tala þá er veffangið hjá þar: http://www.dagjekempervennen.nl/  . Þar eru frábærar barnalaugar með leikföngum, sveppum, litlum gosbrunnum fyrir unga börn sem eldri, í aðallaug eru fjöldi rennibrauta staðsettar innan um hitbeltisgróður,  en laugarnar eru staðsettar undir gler-hvolfþaki. Þarna eru veitingastaðir, leikherbergi fyrir lítil börn. Í aðallaug er einnig tilbúinn öldugangur sem settur er í þann hluta laugarinnar sem er eins og "strönd" þ.e. steyptu skái er niður í laugina eins og um sandströnd væri að ræða.  Þarna eru leigð út orlofshús, þar er íþróttaðastaða, baðaðstaða við stöðuvatn með sandströnd, leiksvæði fyrir börn, veitingahús, verslun með meiru. Í Ölfusi er nóg af heitu vatni, væri ekki góð hugmynd að koma upp svona paradís þar! Nóg er orkan (að minnsta kosti ennþá), landsvæði og heitt vatn og ekki má gleyma sandinum! Mætti  ég þá ekki heldur biðja um eitthvað svona í stað álvers, ha!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Ólafsdóttir

Hlómar ansi vel

Sigríður Ólafsdóttir, 26.6.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ, já það væri óskandi að menn vöknuðu nú til vitundar um að fleira er til en stóriðja.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband