Við þessu mátti búast !

Við hverju er að búast þegar fjöldi erlendra ófaglærðra verkamanna starfa sem faglærðir smiðir og koma hingað til landsins á 3ja mánaða ferðamannaleyfi og vinna hér svart?  Áður en þriðji mánuðurinn er liðinn fer hópurinn út og annar kemur í staðinn.  Það hefur vitnast að þetta sé stundað og hausnum hefur verið stungið ofan í sandinn vegna ástandsins. Skortur á faglærðum iðnaðarmönnum hefur orsakað það að fjöldi ófaglærða starfa sem iðnlærðir. Eftirlit virðist heldur ekki vera í lagi víðast hvar, það sýna mál sem þessi. Fleiri slík mál eru að koma upp á yfirborðið. Svo virðist sem þenslan í byggingariðnaði hafi gert það að verkum að "menn loka öðru auganu" og leiða þetta hjá sér vegna ástandsins. Þetta er skelfilegt ástand og kemur slæmu orði á okkar fagmenntuðu iðnaðarmenn.  Þarf ekki að fara að grípa í taumana?
mbl.is Gallar í nýbyggingum alvarlegt og algengt vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála! Asinn í okkur er svo mikill að við erum tilbúin að fórna öllu til að fá hlutina strax. Alveg þangað til við fáum sjálf afhenta illa frágengna íbúð.....

Björg Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband