Hættið að niðurlægja aldraða!

Er ekki komið nóg af þeirri niðurlægingu sem aldraðir verða fyrir á ári hverju vegna endurgreiðslu á ellilífeyrisgreiðslum frá TR? Því eiga þeir ekki rétt á því að greiðslur þeirra séu stabílar? Svona afgreiðsla skapar mikla óöryggiskennd hjá hinum aldraða og jafnvel setur þá í fjárhagslegan vanda. Ég á aldraða móður sem hefur lent í þessu margsinnis. Hún hefur fengið einhverjar krónur og þær eru svo hirtar af árið eftir.  Það er alltaf hálfgerð hefnd ef hinn aldraði fær einhverjar aukagreiðslur því þá eru þeir komnir yfir markið! Móðir mín hefur lent í því að þurfa að lifa af rúmum 60 þúsund krónum á mánuði. Með þeim á hún að greiða af íbúðinni, greiða lyfin sín, læknisþjónustu, heimaþjónustu, greiða öll matarinnkaup og það gefur auga leið að þú klárar ekki dæmið með þessum aurum. Hún er örugglega aðeins ein af mjög mörgum sem eru í sömu stöðu. Er ekki kominn tími til að endurskoða kerfið og hætta að niðulægja lífeyrisþega með þessum hætti? Það er nefninlega svo fáránlegt sem það hljómar þá er manneskjan nánast ófjárráða aftur þegar hún er komin á ellilífeyri!!!


mbl.is Árleg martröð aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband