Það munaði engu........!

Já, það munaði engu að það yrði stórslys þegar við hjónin vorum á leið okkar frá vinnu í dag.  Við vorum að aka leið okkur á átt að Sandskeiði í þessari ausandi rigningum og slæmu skyggni sem var í kvöld um sjö-leytið þegar bifreið er ekið á miklum hraða fram úr okkur og fram úr stórum flutningabíl sem ók á undan okkur.  Þess má geta að umferðarhraðinn var almennt um 96 km/klst. Bílnum er ekið beint á móti bifreið úr gagnstæðri átt sem varð að víkja í hvelli út af veginum, hinn rétt náði að smeygja sér fram fyrir flutningabílinn og bíllinn sem kom á eftir þeim sem vék út í kantinn gaf blikkandi ljósmerki á móti. Það munaði svo sáralitlu að þessi bíll færi beint framan á bílinn úr gagnstæðri átt.  Hvernig dettur mönnum  í hug að fara fram úr við þessi skilyrði sem þarna voru? Umferðarhraðinn var mjög góður og jafn hjá öllum ökumönnum, nema þessum! Ef menn eru að stunda slíkar kúnstir í umferðinni til að græða fáeinar mínútur eru þeir snarbrjálaðir!! Þeir hafa ekkert leyfi til að stofna sjálfum sér eða öðrum ökumönnum í lífshættu eins og þarna var gert.  Ég hvet eindregið alla ökumenn að láta vera að taka svona brjálæðislega sénsa og aka eins og menn. Lifið heil!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

tek undir með þér, hryllilegt hvernig einn og einn getur stofnað lífi fjölda manna í hættu.

Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Því miður erum við ekki alveg laus við helv. glannana ennþá.  Svo er málið að þeir græða ekkert, halda það bara.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Silla mín þetta er orðið daglegt brauð, allir orðið svo illilega uppteknir af sínum ÞÖRFUM skítt með afleiðingar, ekki þeirra að hugsa um þær. Bölvuð efnishyggjugræðgin sem og hraðinn á öllu í samfélaginu, engin virðist vilja lifa lífinu LIFANDI.

Eiríkur Harðarson, 5.10.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er alveg rétt Eiríkur minn, það er bara verst þegar aðrir fara að blæða fyrir hraðann og vitleysuna í öðrum. Það væru margir enn hér meðal vor og margir heilir ef menn hefðu farið sér hægar í sakirnar.  Þetta er alltof dýr "skemmtanaskattur". 

Sigurlaug B. Gröndal, 5.10.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta er of dýr fórn fyrir mögulega 2ja mínútna styttri ferðatíma

Ragnheiður , 6.10.2007 kl. 16:18

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála ykkur. Ég skil ekki þá sem aka svona. Skil ekki heldur þennan sem ég sá á þessu sama svæði í síðustu viku og í svipuðum aðstæðum, bruna framúr allri röðinni (ég var á akkúrat 90). Ekki bara að það væri hættulegt vegna rigningar og slæms skyggnis, bíllinn sem var pallbíll, var með lausan hund standandi á pallinum!!

Björg Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 21:12

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, því miður sér maður oft svona stórhættulega ökumenn á ferli í umferðinni.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband