Tinna á hlaupum úti í tjörn

Ég varð að setja þessa skemmtilegu mynd af tíkinni okkar henni Tinnu sem tekin var í sumar, þar sem hún er að hlaupa og svamla í tjörn að sækja gamla gosflösku. Þetta er hennar uppáhaldsleikur. Er hún ekki glæsileg?   Hún er harður spretthlaupari  í þessum leikjum eins og sjá má. Tinna á hlaupum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það hefur greinilega verið mjög gaman þarna!

Björg Árnadóttir, 30.10.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Valgerður G.

Uhj! Töffarahundur! :D

Valgerður G., 30.10.2007 kl. 11:10

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hún er æðisleg. Glæsileg og gljáandi. Freyja mín er líka yndisleg þótt hún reyndar lykti núna af einhverju ógeði sem hún velti sér upp úr í göngutúrnum í morgun.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Æ, já Steinka mín, það er hrikalegt þegar þegar þær taka upp á því að velta sér upp úr einhverri óskiljanlegri ólykt sem þær sækja í . Ég fór með Tinnu mína upp í gryfju að hlaupa á laugardagsmorguninn og hún rúllaði sér upp úr jarðveginum með þvílíkum tilþrifum og lyktin af henni á eftir var ógeðsleg. Þarna eru líka tjarnir sem eru í raun sjór. Gryfjan er alveg við sjávarmál og fyllast þær miðað við flóð og fjöru. Lyktin þar getur verið ansi vond. En þetta er svo hrikalega gaman!

Sigurlaug B. Gröndal, 31.10.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Glæsileg er hún.

Kannast við þetta með vondu lyktina. Ojjjj

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 5618

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband