Græðgin er að drepa landann!!!

Græðgin er orðin svo yfirgengileg. Hér keppast verktakar að kaupa upp lóðir til að græða sem mest á hverjum fermetra. Fleira verslanir og meira verslunarrými er ekki það sem við þurfum á að halda. Við erum með verslanir og þjónustu sem þjónað geta miljónum manna. Ef eitthvað þarf að gera þá er að fækka þeim en byggja upp miðbæinn í eins upprunalegt horf og hægt er og fjölga sérverslunum eins og þeim verslunum sem eru á Skólavörðustígnum, sem er lifandi og skemmtilega gata.  Í Silfri Egils var viðtal við Sigmar, skiplagsfræðing sem var með kynningu á því sem verið er að gera í uppbyggingu á nokkrum borgum í Evrópu en þar er keppst við að koma þeim í sem næst því upprunalega horfi sem þær voru í. Sýnt þykir að til að halda borgum lifandi þarf þetta að gerast. Sigmar sýndi einnig dæmi um nokkur skipulagsslys sem voru nánast það sama og verið er að gera hér.  Hann setti upp götumynd úr Nyhavn í Kaupmannahöfn þar sem hann hafði tekið út gamalt og sett í staðinn álíkan hrylling eins víða er búið að byggja í miðborg Reykjavíkur. Útkoman var skelfileg. Hvenær ætlum við að læra að meta hlutina og horfa til lengri tíma? Hvenær ætlum við að láta af endalausri græðgi.  Það verður ekki aftur tekið sem eyðilagt verður.  Lifi miðborgin með sína sögu og menningu!!!!
mbl.is Tugir verslana gætu horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

En í alvöru Silla mín er ekki einkenni Íslendinga að framkvæma áður en þeir hugsa. Þú sérð hvernig farið var með "kofamálið" á laugaveginum.

Eiríkur Harðarson, 19.1.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála og viðtalið var hreint frábært. Það þarf meira af svona rökföstum og flottum mönnum og konum.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: GK

Já, ég held að þessir menn ættu að slaka aðeins á... framkvæmdagleðin er allt að drepa...

GK, 21.1.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband