Vandlega falið en algengt.

Það er mun algengar en fólk heldur að karlmenn séu beyttir ofbeldi af hálfu eiginkvenna og sambýlsikvenna. Oft er um að ræða andlegt ofbeldi sem brýtur manninn niður hægt og rólega. Sjaldan leita karlmenn sér aðstoðar vegna slíks ofbeldis enda finnst þeim það oft mjög niðurlægjandi. Í forræðisdeilum eru börn oft notuð sem vopn á föðurinn. Þeir eru settir undir smásjá, tortryggnir á allan handa máta og lítið gert úr þeirra atgervi. Einnig hafa konur notað þá aðferð að svelta sambýlismann kynferðislega og notað það sem vopn. Ofbeldi á körlum tel ég vera vandlega falið og fara þeir ekki hátt með sína vanlíðan og niðurbrot. Ég held að hér sé full þörf á miðstöð fyrir karla sem lenda í ofbeldi og einnig fyrir þá sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi sem börn og lent í sifjaspelli. Karlmenn leita síður til Stígamóta en konur. Stígamót vinna stórkostlegt starf og lyft Grettistaki í þessum málum en karlar eru enn feimnir við að leita þangað, þar sem Stígamót hafa fyrst og fremst verið nánast samtök kvenna. Ég hvet alla karlmenn sem telja sig vera beitta ofbeldi að leita sér aðstoðar og styrks til að vinna sig út úr því.
mbl.is Á sjúkrahús eftir heimiliserjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ég ætla að nefna eitt lítið dæmi sem segir meira en nokkur orð, ekki þekki ég marga karla sem fara reglulega í fótsnyrtingu. Séu þeir inntir eftir ástæðu er svarið oftar en ekki, þetta er bara fyrir kerlingar.

Eiríkur Harðarson, 28.1.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Popp

Hvað kemur það málinu við Eiríkur?

Popp, 28.1.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bara að reyna að varpa þessu fram til að sýna framá hve djúpt margir af okkur körlunum eru með hausinn ofaní sandinum.

Eiríkur Harðarson, 28.1.2008 kl. 23:00

4 identicon

Danir ræða þetta mikið þessa dagana. Þörf ábending.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég er innilega sammála þessu.

Þekki þetta af reynslu. Starfaði í Kvennaathvarfinu í stuttan en lærdómsríkan tíma hér fyrir löngu og veit að þangað hringdu stundum karlar með vandamál sín.  Ekki má gleyma að ekki er allt ofbeldi líkamlegt. Andlegt ofbeldi er gríðarlega erfitt viðureignar og margir karlmenn þjást vegna þess að þeir eru kúgaðir og niðurlægðir af spúsum sínum.  Hvað varðar kynferðislegt ofbeldi. þá verða drengir/karlar fyrir því eins og telpur/konur, þó í minna mæli sé . Það er full ástæða til að hjálpa þeim.

Linda Samsonar Gísladóttir, 29.1.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Þór Hauksson

Þörf ábending!

Þór Hauksson, 29.1.2008 kl. 18:52

7 Smámynd: Helga Dóra

Á stuttum tíma og nokkrum viðtölum hjálpuðu Stígamót mér ótrúlega mikið. Ég er rosalega þakklát kona að hafa loksins eftir að hafa lifað með minni misnotkun síðan 1983 loksins farið af stað og vinna í þessu.

Hey, en sáuði ekki Dr.Phil þáttinn um kvinnuna sem var næstum búin að drepa kallinn sinn? Hún gekk svo í skrokk á honum þegar hann var fullur. Rosalegur þáttur.  

Helga Dóra, 30.1.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, þetta er óhugglegt, Helga. Þetta er líka svo falið. Athygli manna hefur beinst svo miklu fremur gegn konum og börnum sem og úrræði og aðstoð sem er stórkostlegt en það er enn langt í land með stöðu karla sem búa við ofbeldi bæði hvað varðar umræðu, koma því upp á yfirborðið og að til séu lausnir sem þeir treysta sér til að þekkjast. Það liggur við að það þurfi átak í þessum efnum, sbr. kommentið frá Gísla hér að ofan þar sem mikil umræða er um þessi mál í Danmörku. Vonandi tekst að koma því af stað hér.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.1.2008 kl. 19:30

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Velkomin Gísli og Linda í bloggvinahópinn minn.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.1.2008 kl. 19:31

10 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála þér Silla. Reyndar botna ég ekkert í körlum að vera ekki farnir að taka á þessu fyrir löngu. Einhvern vegin virðast þeir vera tilbúnir að láta konur vaða yfir sig á skítugum skónum án þess að verja sig. Þetta sem þú ræðir í pistlinum þínum er mjög alvarlegt en svo finnst mér líka stundum jafnréttismálin vera farin útí eitthvað allt annað en jafnrétti.

Þeir verða að fara að standa fyrir sínum rétti. Hvers vegna er það t.d. kona sem hefur máls á þessu núna??

Björg Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 11:07

11 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð spurning, Björg. Mér fannsta það bara nauðsynlegt, þar sem ég þekki karlmenn sem hafa bæði verið beyttir andlegu ofbeldi en ekki treyst sér til að leita hjálpar, ég hef orðið vitni af líkamlegu ofbeldi sem karlamaður varð fyrir af hendi konu á opinberum stað, ég þekki vel til karlmanns sem var beyttur kynferðislegu ofbeldi þegar hann var barn en treystir sér ekki til að leyta til að ræða þessi mál við Stígamót. Ég held líka að ansi margir karlmenn  bæði ungir sem eldri eigi í tilvistarkreppu í þessu harða samkeppnisþjóðfélagi sem við búum í.

Sigurlaug B. Gröndal, 2.2.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband