Þrengsli lokuð

Já, það hefur mikið snjóað og ekki búið. Ég hringdi í Vegagerðina áðan til að athuga hvort mér væri óhætt að aka til vinnu minnar vegna færðar. Kom þá í ljós að Þrengslin eru lokuð og á Hellisheiðinni er þæfingur og talið að fjórhjóladrifsbílar ættu að klára það að komast yfir. Rafmagnið hér er búið að vera að blikka í morgun. Vonandi lagast þetta.  Spáir víst ekki góðu á morgun. Stormi og fleira. Það var aldeilis að veturinn kom hér á Fróni.


mbl.is Ófærð í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

´Já, maður veltir fyrir sér hvað varð um gróðurhúsaáhrifin.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ragnheiður

Úff það er ansi vont veður í dag og sér í lagi þarna fyrir austan fjall.

Ragnheiður , 7.2.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Helga Dóra

Hey, er bara að taka eftir því núna að þú ert í Þorlákshöfn. Ég á nú lítinn hálf bróðir þar. Eða hann er reyndar í 10. bekk og stærri en ég en svaka krútt og er kallaður Gulli. 

Ég er sko ekki að fíla veðrið, fjú, vona að það fari að koma vor.  

Helga Dóra, 7.2.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég var veðurteppt í Árbænum í gær

Sigurlaug mig langar að þakka þér fyrir falleg orð inn í kommentakerfinu hjá mér um daginn.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.2.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég og stór hluti Vogabúa vorum veðurteppt heima hjá okkur í gær. Alveg búin að fá nóg af vetri í bili. En ég er víst ekkert spurð að því!

Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, ég spyr líka Steinka, hvar eru gróðurhúsaáhrifin?

R-Veðrið var skelfilegt meira eða minna allan daginn. Versta hrinan kom svo um miðnættið. Þá sá ekki út. Svo hefjast lætin aftur síðdegis í dag eða upp úr hádegi.

H-Nú hef ég ekki búið það lengi að ég þekki alla, sérstaklega yngri kynslóðin en hvar býr hann? Þarna er mjög gott að búa.

J-Þakka þér fyrir Jóna. Færslurnar þínar eru svo einstakar og þú kemst svo vel að orði. Láttu nú rithöfundinn í þér blómstra og skrifaðu bók. Þú ert alveg frábær!

B-Ég trúi því vel. Það hefur varla verið svona veður síðan í Flúðaselinu í Den! Þá sátum við nú stundum veðurtepptar uppi í hverfi og snjóhaugarnir svo háir að það þurfti að moka þeim á vörubíla og aka með þá út í sjó, þar sem ekkert pláss var lengur í götunni fyrir þá.

Sigurlaug B. Gröndal, 8.2.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband