Sumt ískrar í eyrum manns og................

Það má segja að það hafi ískrað í eyrunum á mér í morgun en það getur gerst þegar eitthvað hljómar svo út í hött og engan veginn í samræmi við aðstæður. Sem ég  var á leið til vinnu í morgun og klukkan rétt um 8:30 var ég að aka sem leið lá frá Þrengslum og var að fara undir brúna við mislæg gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar hljómaði auglýsing í útvarpinu frá hjólbarðaverktstæði um að skipta ætti yfir í sumardekk fyrir 15. apríl og það byði þjónustu sína. Aðstæður voru hinsvegar þannig á þessum augnabliki að ég er að aka um í glerhálku og skafrenningi svo ekki sá út úr augum. Ég rétt gryllti í vegstikurnar til að vera örugglega á réttum vegarhelmingi. Það ískraði í eyrunum á mér. Þetta hljómaði alveg út í hött og ég gat ekki annað en brosað. Svona geta aðstæður verið svo gjörsamlegar andstæðar. Dekkjaskiptum frestað um óákveðinn tíma!!!! Farið varlega í umferðinni. Wink  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

hehe já svoldið skrítið !  átti ekki að vera komið vor

Sigríður Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe... já, einhver auglýsti "tilvalinn dagur fyrir dekkjaskipti" - Það var þá helst!!

Mundu að aka varlega um Þrengslin (og alls staðar). Ég er búin að læra að það er oft glerhált þar þó það sé fínt annars staðar.

Björg Árnadóttir, 9.4.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er margt skrýtið í henni versu. Aktu varlega Silla mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband