Potast í garðinum.

Yndislegur dagur í dag. Ég var eiginlega í allan dag úti í garði með bóndanum og tengdamömmu að snurfusa og laga. Hekkið fór illa hjá okkur í vetur og þurfum við að skipta út trjáplöntum á nokkrum stöðum. Er að spá í kaupa aðra lyngrós. Dvergfuran fór í klessu í kuldanum í vetur. Við hefðum þurft að skýla henni vel en gerðum það ekki. Alltaf erum við að læra. Það var líka ansi sterkur vindstrengur með gróðurbeðinu þar sem hún var. Við þurfum að gera ráðstafanir þegar næsti vetur skellur á.  Við erum búin að planta í nýtt beð sem við útbjuggum í kringum stóru björgin í garðum. Bóndinn keypti óskaplega krúttlegan blómálf til að setja í beðið svo gaf tengdamanna og pabbi mér rosalega fallega litla fugla til að setja í beðið. Ég set myndir næst af beðinu. Rósin mín þar, Moje Hammerberg er ekki komin neitt verulega á veg enda enn að jafna sig eftir flutninginn. Hún fer vonandi að koma til. Við erum með milljón hugmyndir og megum passa okkur að fara ekki fram úr okkur í garðinum. Garðurinn verður flottur þegar þetta er allt komið af stað. Gróðurinn hér er miklu mun seinni á ferðinni en inn í bænum, hvað þá í Reykjavík. Við erum í ansi miklum strekkingi hér ennþá og aðeins kaldara. En með tilkomu nýja íþróttamannvirkisins sem búið er að byggja hinu megin, við Hafnarbergið ætti að draga úr vindi næsta vetur. Það verður munur. Kveð að sinni. Ciao.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hlakka til að sjá myndirnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband