Drukknir elgir-ekki óalgengt í Svíþjóð þegar sumri hallar

Nánast á hverju ári berast fréttir af "ölvuðum" elgsdýrum frá Svíþjóð þegar eplauppskeru er lokið og styttast tekur í haustið. Það gerist nefninlega þegar epli sem ekki eru nýtt  falla til jarðar og byrja að gerjast þar. Elgir eru sólgnir í þessa gerjuðu ávexti og týna þá upp og éta hvar sem þeir ná í þá. Ávextirnir hafa legið á jörðinni og gerjast og við það myndast áfengi í ávextinum. Dýrin éta þetta í miklu magni og fyrir vikið verða þau ölvuð. Ég hef séð myndband af "drukknum" elg og það var hrikalega fyndin sjón, en þeir eru eigi að síður stórhættulegir. Elgir eru afar stór dýr, mjög háfætt og geta orðið snælduvitlausir undir þessum áhrifum og ráðist á fólk. Annað myndband sá ég fyrir mörgum árum af öpum sem höfðu komist í heimabrugg úti í skógi. Um var að ræða gerjaða ávexti í stórum leirkrukkum sem áttu að verða ávaxtavín bænda þar.  Þeir voru óborganleg sjón þessir apakettir rallhálfir af ávaxtaátinu og ótrúlega líkir manninum!
mbl.is Drukkinn elgur réðist á stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Námsmaður bloggar

Gott væri að vera Elgur í Svíðþjóð, eða bara virkur alki

Námsmaður bloggar, 4.8.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband