Aldrei borið í hús hér!

Ég bý í Þorlákshöfn og hér hefur Fréttablaðið aldrei verið borið í hús né 24 stundir nema að þú sért áskrifandi af Mogganum þá fylgir það blað með.  Hér í bænum hefur þurft að sækja það annaðhvort í matvörubúðina eða bensínstöðina. Reykvíkingar geta alveg sótt sitt blað út í búð eða sjoppun eins og við hin! KREPPUSRÁÐSTAFANIR!
mbl.is Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér hefur þetta blað heldur aldrei verið borið í hús, og ég sé það þannig á flestum stöðum úti á landi.  Það eru því sennilega bara þeir á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill á Akureyri sem þannig háttar til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Það var verið að reyna að bera út hér hjá okkur en gekk afar gloppótt. Núna er komið þetta kassasystem sem mér finnst alveg snilld! Kassarnir eru hengdir á ljósastaurana með reglulegu millibili þannig að það er hvergi langt að fara. Þeir sem vilja blaðið geta skokkað þessa örfáu metra eftir því en þeir sem ekki hafa áhuga safna ekki blaðabunkum í kílóavís. Hlýtur að vera umhverfisvænna system.

Held það væri sniðugast að koma þessu kerfi upp sem allra víðast.

Björg Árnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hérna fær fólk blöðin í matvöruverslunum þ.e.a.s. þegar það er flogið!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 5646

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband