Haustblogg og bloggleti

Það er nú meira hvað ég hef verið löt að blogga. Haustið er komið og nóg að gera á mínum bæ. Kennslan komin á fullt og fjör færist í leikinn. Fréttir nýliðinna vikna hafa einkennst af titringi og skjálfta í fjármálaheiminum. Enda ekki nema von. Græðgismaskínur fjárfesta hafa yfirkeyrt sig og spilaborgin er hrunin. Hver á svo að borga brúsann af þessu öllu saman? Nema hvað!- ríkið og þar með við. Nýríku Nonnarnir hirða gróðann og skella svo í lás. Það á örugglega eftir að koma slatti af alls kyns skít upp á yfirborðið eftir þetta. Það er óhuggulegt hvernig gífurlegt fjármagn hefur komist í fárra hendur sem stjórna þessu. Nú stendur til að sameina BYR og Glitni. Þeir sem skiptu við BYR af því þeim hugnaðist bara alls ekki að skipta við Glitnis-risann, þeir eiga engra kosta völ lengur. Við vitum bara ekki lengur hvurs er hvað og hver á hvað og hvað er hvað! Það fýkur í mig að lesa svona fréttir. Kannski á maður bara að hætta að lesa svona fréttir og halda skapinu og geðheilsunni réttu megin við strikið, sem er auðvitað langtum betra.  Nú erum við búin að sjá hvernig markaðshyggjan í sinni verstu mynd teymir lönd og strönd út í ystu mörk græðginnar. Hvernig endar heilbrigðiskerfið hjá okkur ef inn í það koma fjármálaspekúlantar sem krefjast hámarks ávöxtunar og gróða úr braskinu? Fylgist með bloggi "Leitandans" hér á síðunni minni. Hann þekkir vel þennan heim í henni USA og það er ekki fallegt hvernig staðan er það. Viljum við að okkar norræna velferðarkerfi endi í Amerískri hryllingsmynd? Ég bara spyr!

Meðal annars, ég ætlaði að setja hér inn mynd fyrir löngu af því hvað við gerðum við stóru steinana okkar í garðinum. Því miður á ég bara kvöldmynd (sem vonandi sést ágætlega). Sem sagt síðbúin sumarmynd.

Sumar2008 068

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona kom þetta út. "Búálfarnir blóma minna gæta, í beðinu hérna sunnan undir vegg" ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

sammála þér með nýríku Nonnana, ég er Glitniseign þannig að sameiningin truflar mig ekki.

Steinarnir eru flottir !

Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála þér. Ég flúði KB yfir til Spron en nú er KB að gleypa Spron í einum bita! Hvað gerir maður þá!?

Steinabeðið þitt er æðislegt! Innilega til hamingju með frábærlega velheppnaða framkvæmd!

Björg Árnadóttir, 22.9.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 5634

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband