Hér er bara bylur!

Ja, hérna! Nú er bara kominn kafaldsbylur og snjóklessurnar á gluggunum valda því að ég sé bara nánast ekkert út um gluggann! Hundspottið mitt hún Tinna er ákaflega spennt og réði sér ekki fyrir kæti úti rétt áðan. Hún elskar snjó og var hún eins og snjókerling þegar hún kom inn. Svo fennti inn um opna glugga og bráðnaði niður á gólf og um allt. Ekki átti maður von á þessu! En þetta er bara gaman. Þetta vil ég miklu fremur en rigningu. Vonandi gengur öllum vel að komast ferða sinna. Ég hvet bara allt til að fara með gát á ferð sinni á sumardekkjunum undir bílunum. Eins gott að fara varlega í vinnuna í fyrramálið! Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er fínt í MJÖG litlu magni, hæfilegur snjór en trúlega fer hann ALLT of fljótt.

Eiríkur Harðarson, 2.10.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Sæll Eiríkur minn. Snjórinn er ágætur í hófi, það er rétt, en þetta kom sannarlega á óvart. Já, hann á eftir að hverfa jafnfljótt og hann kom, svo  mikið er víst. En hann er æði!

Sigurlaug B. Gröndal, 2.10.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég gæti alveg afborið 1 - 2 snjólaus ár. Kannski yrði maður farinn að sakna hans eftir það. Efast samt um það. Vona sannarlega að hann taki sem allra fyrst upp! Gott að þið gleðjist!

Björg Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það var undarlegt að sjá alhvíta jörð 2. október. Vonandi koma nokkrir góðir haustdagar núna á næstunni. Það er svo dýrðlegt þegar stillt er og kyrrt en svali í lofti. Þá finnst mér haustið frábær tími.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:27

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, hauststillurnar eru yndislegar og bestar. Ég hef saknað þeirra, en snjórinn bætti aðeins upp rigningarsuddan og slagveðrið. Ég vona bara svo innilega að þessi rigningarsuddi verði ekki fram yfir áramót eins og í fyrra.

Sigurlaug B. Gröndal, 7.10.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband