Hefur víðtækari áhrif en fólk gerir sér grein fyrir.

  1. Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

 

Orðspor okkar íslendinga er ekki upp á marga fiska í dag. Þjóðin hefur beðið hnekki, ekki bara í viðskiptalífinu heldur á miklu breiðari vettvangi. Siðfræðin hefur algerlega gleymst í þessum ólgusjó útrásar og græðgi. Það á eftir að taka þjóðina langan tíma að öðlast sömu virðingu og hún hafði fyrir þetta hrun. Nú liggur á að vinna rétt úr hlutunum. Það er stórmál þegar verið er að ýta mennignarviðburðum út af borðinu vegna vantrausts  sem annar vettvangur hefur skapað. Sinfóníuhljómsveit Íslands er búin að leggja óhemju vinnu við undirbúning þessarar ferðar. Orðspor hljómsveitarinnar hefur farið víða og þykir hún einstaklega góð á heimsmælikvarða. Þetta hefur  dregið dilk á eftir sér en ég vona í lengstu lög að fleiri listviðburðir og listamenn fái ekki svona skilaboð og afboðanir. 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Þetta er grátlegt. Eins og ævinlega eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir barðinu á vondu köllunum.

Björg Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það ætti öllum að vera orðið ljóst núna að það er alveg lífsnauðsynlegt að ráða fullorðið fólk í ábyrgðarstörf á Íslandi. Fólk með þokkalega meðalgreind er mikilvægara við að stýra þjóðum en margan grunar. 

Árni Gunnarsson, 15.10.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Árna hér á undan, menn hljóta að skilja að það gengur ekki lengur að ráða afdankaða pólitíkusa i allar stöður sem losna hjá ríkinu.  Þ.e. góðar stöður og ábyrgðarstöður.  Það þarf vel menntað fólk sem þekkir og veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 5636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband