Vangaveltur um myntbreytingu.

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér í kringum alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um krónuna okkar sem talin er af mörgum, galónýtur gjaldmiðill svo ekki sé meira sagt. Háar raddir eru um að ganga í ESB og taka upp evruna. Sumir hafa jafnvel verið svo djarfir að tala um að taka upp dollarann! Guð forði okkur frá þeirri vitleysu. Erum við ekki nægileg amerísk fyrir? Það er ljóst að ekki verður evran hingað komin í stað krónunnar nema að ganga í ESB og því er ég alfarið á móti. Okkar smáa þjóð verður gleypt þar með öllu, þá á ég við orkulindum, nýtingu sjávar og miklu fleira sem ég tel að við töpum yfirráðum okkar yfir. Nú hafa Danir og Svíar verið að ýja að því að taka jafnvel upp evruna. Það er víst farið að halla eitthvað á efnahaginn á fleiri stöðum.  Hvað með norræna krónu? Væri það kostur að Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Ísland og Færeyjar tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil þ.e. NORRÆNA KRÓNU!  Margt vitlausara hefur verið gert í henni versu! Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband