Er það ekki þetta sem heilbrigðisráðherrann vill?

Það er bara ein ástæða fyrir því að auðmaður eins og Róbert Wessmann komi og skoði heilbrigðisstofnun sem stendur til að loka að hluta þ.e. skurðstofum vegna erfiðs reksturs. EINKAREKSTUR!! Þetta er það sem heilbrigðisráðherra hefur verið að vinna að og mælt með. Á nú að rétta auðmönnum líka heilbrigðiskerfið á silfurfati? Nú verður örugglega tækifærið notað þegar liggur fyrir að draga saman seglin hjá hinu opinbera (vegna óráðssæju "auðmanna") og þar með heilbrigðiskerfinu til að koma því í auknum mæli í  einkarekstur. Það er skítalykt af þessu.
mbl.is Róbert Wessmann í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Frjálshyggjan á fullu ennþá.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Páll Gröndal

Er þér alveg sammála. Það er ólykt af þessu. Það er sennilega aukin nauðsyn á að standa vörð og vinna gegn einkavæðingu (einkavinavæðingu). Og hvað eru rússnenskir auðmenn að gera hér á landi?

Páll Gröndal, 22.11.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ó já, það er margt alveg stórfurðulegt í kýrhausnum! Dóttir mín, 19 ára, rak augun í frétt í Víkurfréttum um 10% niðurskurð hjá HSS. Eftir að við vorum í hálfgerðu veseni í sumar vegna takmörkunar á opnunartíma heilsugæslunnar fannst henni nóg komið! Þrátt fyrir að ég reyndi að vera rödd skynseminnar og sagði henni að nú þyrftu allir að draga saman seglin sagði hún bara: Maður dregur saman seglin hvar sem er, nema bara ekki í heilbrigðisgeiranum. Fólk þarf þessa þjónustu og á að fá hana hvað sem á dynur! Fæðingadeildin er nánast að loka og skurðstofan líka - fólk getur dáið útaf þessu!!

Hún er miklu skynsamari en ég - ég er búin að sjá það!

Björg Árnadóttir, 22.11.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 5636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband