Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð........................

Já, mikið assgoti var kalt í morgun. Sem ég var að setja bílinn í gang í morgun varð mér litið á hitamælinn inni í bílnum sem sýnir á víxl hitann úti fyrir og hitann inni í bílnum. Ég vissi að mikið frost væri úti, því það marraði og ískraði í snjónum þegar ég gekk að bílnum. Inni í bílnum mældist -11°c og út fyrir mældust -10,8°c. Það var ekkert skrítið þó gírstöngin væri stíf, þykkt hélulagið ætlaði aldrei að víkja af framrúðunni. Mesti kuldinn sem mældist á leið til vinnu í morgun var rétt neðan við Sandskeiðið eða -15°c!  En fallegt var veðrið! Svona froststillur eru alveg einstakar. Heiður himininn, stjörnubjart og fjöllin koma eins og svartir skuggar í dimmblárri birtunni. Gerist ekki fallegra. Góðan dag til ykkar allra og klæðið ykkur vel í kuldanum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerist ekki fallegra. Frost, stilla, bjartviðri. Svo andlegu málin til hamingju með Ríkisstjórnina Silla. Maður hefur á tilfinningunni að farið verði í vinnu núna og málin verði rannsökuð. Bestu kveðjur.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir kveðjuna Tryggvi minn. Já, nú hefst moksturinn. Það gleyma því margir að þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem hefur ákveðin verkefni að vinna á mjög skömmum tíma. Fólk er að setja fram allskyns kennisetningar um starfshætti þeirra sem nú taka við. Við erum allavega í góðum málum eins og er hvað það varðar. Guð forði okkur frá hægri stjórn aftur. Sömuleiðis til hamingju Tryggvi minn.

Sigurlaug B. Gröndal, 3.2.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veðrið er búið að vera dásamlega fallerg undanfarið.  En þetta eru aldeilis vetrarhörkur hjá þer Sigurlaug mín, hér hafa þetta verið um 2 - 3° En það er allt svo fallegt í svona veðri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2009 kl. 10:53

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sæl mín kæra. Já veðrið er dásamlegt svo framarlega sem maður á góða húfu og vettlinga! Bíllinn minn sagði -14°C á heimleið minni í gærkvöldi svo ég er ekki hissa þó þinn segi ívið hærra uppi á Sandskeiði. Kosturinn við svona mikið frost er líka að þá er sárasjaldan hálka.

Samt skulum við öll fara varlega á vegunum og í pólitíkinni á næstunni!

Björg Árnadóttir, 5.2.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband