Með brimhljóð í eyrum og saltbragð í munni

Dýrðlegri göngu var að ljúka rétt áðan. Við hjónin fórum með hundspottið okkar hana Tinnu í göngu rétt við sjóinn hér í bænum. Brimið úti fyrir djöflaðist á hamrabeltinu við ströndina. Vegna þokunnar sáum við ekki háar öldurnar skella á hömrunum en við heyrðum það vel. Það var eins og hundrað þungavinnuvélar væru að störfum á berginu. Oft við slíkar aðstæður má finna titringin í berginu. Þéttur rigningarúðinn skall á okkur með vindinn á hlið. Þarna var líka þéttur sjávarúði. Saltbragðið í munninum og á vörunum  staðfesti það.  Það leyndi sér ekki að hundurinn hafði í miklu að snúast. Þarna var hnusað af hverri þúfu og hún merkt í bak og fyrir. Hver einasta hvilft og hola var grandskoðuð og þefaðar uppi músarholur. Við vorum orðin vel vot eftir þetta en þó var okkur ekki kalt. Feldur Tinnu var orðinn blautur og ekki spillti fyrir að þarna höfðu myndast tjarnir sem hún hljóp út í að elta verðlaunamola sem við hentum út í. Það er hennar uppáhald. Þetta var hressandi ganga í hressandi veðri á góðum sunnudegi. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan hressilega göngutúr.  Ég upplifði hann sterkt bæði angan, hljóð og bragð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 11:28

2 identicon

Hæhæ Silla og family:) Sjávarilmurinn rifjaðist upp við lýsingu þína og nú langar mig meira en fyrr að flytja í lítið kósí sjávarþorp, fá mér hund og hús með garði! Hafðu það gott og skilaðu kveðju til Rabba.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta hljómar -og lyktar-  eins og ekta góð gönguferð.   Við Skotta biðjum að heilsa.  Erum reyndar nýkomnar ofan af hálendi, lítil sjávarlykt þar...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband