Málfþóf hjá Sjálfstæðismönnum

Nú eru Sjálfstæðismenn komnir í "gírinn" með málþófi og töfum. Þetta eru þeir búnir að stunda grimmt meðan þeir hafa í stjórnarandstöðu. Þeir treysta engum nema sjálfum sér og allra síst þjóðinni. Atli Gísla var flottur í Kastljósinu í gærkvöldi. Ég held  að Sjálfstæðismenn verða að stilla sig og fara að vera málefnalegir.
mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má minna frúna á að Sjálfstæðismenn höfðu fyrir þessa umræðu einungis beit "málþófi" einu sinni og það var þegar skipt var um forseta Alþingis en þá töluðu Sjálfstæðismenn samtals í 14 min samanborið við 26 hjá stjórnarflokkunum.

Nú á hins vegar að gera atlögu að grundvallarlögum þessa lands það er Stjórnarskránni og vissulega, réttilega og réttlætanlega standa frjálsir menn á fætur og mótmæla allir slíkum gjörningi.

Landið (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurður Geirsson

Já ég tala nú ekki um þegar breytingarnar eru gerðar í skjóli þess að almenningur eigi að vinna á þessum breytingum á sérstöku stjórnlagaþingi. Ef almenningur á að vinna að þessu af hverju telja þá núverandi stjórnarherrar þörf á að gera breytingar á stjórnarskránni áður en almenningur fær nokkuð um það að segja og af hverju eru þeir tilbúnir að reka það í gegnum Alþingi með afli ef með þarf?????? Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Geirsson, 2.4.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Auður Proppé

Mér finnst þetta óeðlilega mikill þrýstingur hjá þessar bráðabirgðastjórn að vilja gera stjórnarskrárbreytingar núna og án þess að það  sé almennt samþykki.

Auður Proppé, 2.4.2009 kl. 19:46

4 identicon

Íhaldið nötrar og skelfur af hræðslu við stjórnlagaþing. Þar gæti eitthvað fólk sem þeir hafa enga stjórn á sest og haft bæði áhrif og skoðanir. Nei Íhaldið er til í þeim tilgangi að verja fáa kvótakónga og örlítið fleiri afætur sem hafa nú sett þjóðina á hausinn. Spillingin og skattaofstækið (á lág laun) tekur engu taki og ég trúi ekki að þeir komist til valda næstu áratugi. Rétt hjá þér Silla, íhaldið er samt við sig.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband