Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Nú er mál að linni!

Ég las yfir grein Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings á www.strandir.is. Þetta er algjör firra að fara út í þessa framkvæmdir. Á að gera Ísland að stóriðjueyju þar sem við virðumst ætla að taka við öllum skítnum þ.e. mengandi stóriðju sem aðrar þjóðir eru að losa sig við! Erum við að sofa á verðinum? Við höfum talið okkur vera í forrystu um umhverfisvernd og baunað á aðrar þjóðir að gera ekki slíkt hið sama. Hvert erum við þá að stefna nú? Í þröngum fjörðum Vestfjarða og þar sem náttúran er ægifögur og viðkvæm  má ekki undir neinum kringumstæðum koma með  mengandi iðnað,  hvað þá þennan óskapnað.  Burt með þennan óskapnað!
mbl.is Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vernd og uppbygging gamalla húsa nauðsynleg!

Mér þykir sjálfsagt og nauðsynlegt að bann sé sett við niðurrif þessara rústa til að skrá söguna, en ég hefði viljað sjá einhverjar aðgerðir fyrr áður en til þessa hörmulega atburðar kom að hús með svo merka sögu brunnu til grunna.  Alltof lítið hefur verið gert af því að endurbyggja gömul og sögufræg hús. Í borginnin hefur verið alltof mikið rifið niður af gömlum húsum og byggðir nútíma steinkastalar í stað þeirra. Götumyndin verður skelfileg óreiða og hörmung að sjá.  Allsstaðar í borgum Evrópu gefur að líta gamlar götumyndir sem varðveittar eru. Þær gömlu byggingar sem standa eru í fullri notkun og  haldið við. Hvað hefur maður ekki oft komið í verslanir á Strikinu  og veitinga hús í Kaupmannahöfn eða í miðbæ Heidelberg í svo gömlum húsum að þau eru á skakk og skjön. En sjarminn , sagan er geymd í hverju viðarborði þessara húsa og ferðamenn sækjast í að heimsækja þessa staði. Hver hefur ekki komið í Hvids Vinstue í Kaupmannahöfn sem hefur að bera orginal innréttingar og innviði frá upphafi. Enginn amast við því, heldur er frekar sótt í þetta gamla umhverfi.  Dræm sókn í verslanir á Laugaveginum hefur nefninlega ekkert með húsagerðina að gera eins og haldið hefur verið fram. Því staðreyndin er sú að sem dæmi um það er hið nýja hús sem byggt var í stað þess sem brann á Laugaveginum fyrir 2-3 árum stendur iðulega tómt. Fyrirtæki koma og fara og þrífast þar ekki.  Ekki hafa viðskiptin hjá Guðsteini Eyjólfssyni minnkað  eða P. Eyfelld eða Vínberinu þó allar þessar verslanir séu í gömlum húsum. Herrahúsið stendur alltaf fyrir sínu og fleiri verslanir eru fastar í sessi.  Hárgreiðslustofan Soho er í gömlu og vinalegu húsi sem notarlegt er að koma í en það hús stendur til að rífa, því miður.  Hluti af sjarma verslananna og þeirrar þjónustu sem boðin er, er umgjörðin, gömlu húsin með sálina.  Ný hús, steinsteypt og köld hafa í flest öllum tilvikum ekki þessa sál!  Reykjavíkurborg verður að bretta upp ermarnar og fara yfir þær byggingar sem hafa sögu að geyma, einnig þau sem hafa gildi sem hluti af gamallai götumynd og gera ráðstafanir til viðhalds og varðveislu þeirra. Nýjungagirni íslendinga er gengdarlaus. Ekkert má verða gamalt. Myndi einhver taka það í mál að Veitingahúsið Hornið myndi flytja í nýtt steinsteypt hú í miðbænum. Hvar væri "sálin" sem Hornið hefur og sjarminn þá? Ég spyr? Þessi atburður ætti að vekja okkur til umhugsunar um hvar við stöndum í varðveislu gamalla húsa og minja þeim tengdum. Vona ég að borgin taki sig á í þessu. 

 


mbl.is Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur dónaskapur og niðurlæging

Ég get ekki á setið á mér að skrifa nokkur orð um atburð sem ég varð vitni af seint á föstudaginn inni í Bónus í Holtagörðum. Ég var komin að kassa og búin að týna allar vörurnar á færibandið. Meðan ég beið  eftir að röðin kæmi að mér hafði ég fylgst með næstu kössum, þar sem komið var að lokum og starfsmenn að ljúka störfum. Ég fylgdist meðal annars með ungum pilti , greinilega mjög samviskusömum og duglegum vinna á næsta kassa.   Pilturinn virtist vera innflytjandi, afskaplega snyrtilegur  og kurteis. Ung kona, hörkudugleg en greinilega orðin þreytt eftir daginn var við kassan sem ég var við. Þegar hún var langt komin með að skanna inn vörurnar mínar heyrist frá næsta kassa hvass og frekjulegur tónn í konu sem var greinilega í meira lagi pirruð setja ofan í við þennan unga pilt sem vann á kassanum. Hún ætlaði víst að greiða vörurnar í tvennu lagi. Hvort hún hafi ekki útskýrt það nægilega veit ég ekki en með æsingi og frekju hreytti hún í hann "TALAÐU ÍSLENSKU"!. Við stoppuðum báðar ég og unga konan á kassanum og litum á hvor á aðra.  Ég hafði ekki heyrt annað en að þessi piltur hafi talað bara ágætist íslensku en dónaskapurinn og niðurlægingin sem hún sýndi piltinum var fyrir neðan allar hellur.  Hvers konar framkoma er þetta eiginilega! Ég vona að svona hagi fólk sér almennt ekki, hvorki gagnvart innflytjendum né  fólki bara almennt.  Fólk í afgreiðslustörfum er oft stuðpúðar fyrir allskyns vanlíðan fólks og þreytu. VR lét gera mjög góðar auglýsingar þessu varðandi og vona ég að fólk muni eftir þeim og láti hvorki þreytu, pirring eða tímaleysi bitna á því fólki sem er að þjónusta það.  Góða helgi. 

Löngu orðið tímabært og ætti að vera sjálfsagt !

Íslendingar hafa verið eftirá í flokkun og frágangi á sorpi bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki svo og móttaka. Það er ekki föst regla nema á örfáum heimilum að flokka það sorp sem til fellur nema mjög gróflega.  Hér ætti að auka til muna moltugerð, þar sem allur lífrænn úrgangur frá heimilum er moltaður og notaður aftur til græðslu út í náttúrunni. Frekari flokkun ætti að vera skylda, en til þess að svo sé þurfa grenndargámar að vera fleiri og betur að staðsetningu búið. Það þurfa sumir að fara mjög langar leiðir með það gler og þau málmílát sem tilfalla. Pappírsgámar eru mun nær heimilum en það er ekki nóg.  Hvað fara margar niðursuðudósir ofan í húsasorpið  eða glerkrukkur dag hvern frá heimilunum? Gerum átak í flokkun sorps og molti hver sem betur getur! Verum til fyrirmyndar í þessum efnum - endurnýtum næringarefni jarðar!


mbl.is Kröfur um minni urðun munu umbylta sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband