Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Er í fríi.....verð í fríi......

Jæja, þá er ég komin frí sem reyndar hófst á mánudaginn. Við hjónin eyddum deginum í gær í garðslátt í yndislegu veðri og bárum á nýja garðhúsið okkar viðarvörn.  Í dag fórum við í bæinn að sækja tjaldvagn sem ég hef á leigu frá stéttarfélaginu mín og höfum við hann í viku. Nú á að stefna á Snæfellsnesið á morgun og rifja upp einstaka heimsókn þangað 1993 en þá náðum við aðeins að skoða hluta af nesinu. Það er endalaust hægt að skoða Snæfellsnes og nágrenni.  Fegurð náttúrunnar er einstök þar og þar er gott að vera.  Við ætlum að njóta þessa að vera úti í guðs grænni næstu daga.  Dóttir okkar og tengdasonur ætla að koma með okkur.  Lítið verður um blogg á næstunni og segi ég því bless á meðan. 

Hágæða lindarvatn úr Ölfussbrunni

Þessi frétt var á vef www.sudurland.net   í gær.  Þarna kemur svo skýrt fram hversu mikla auðlind hraunið í Ölfusi hefur að geyma og hversu stór þessi náttúrulega lind er sem liggur undir Þorlákshöfn.  Þetta vatn hefur einn mesta hreinleika sem fundist hefur. Ég spyr hvort virkilega sé  það ætlun sveitastjórnar í Ölfusi að fórna þessum náttúruauðlindum fyrir álver og ekki bara eitt heldur tvö?  Ég vil benda fólki að lesa eftirfarandi fréttapistil  www.sudurland.net/frettir/nr/8028/ .  Við megum ekki undir neinum kringumstæðum fórna þessum auðlindum fyrir erlend stóriðjufyrirtæki eins og Alcoa/Alcan og fleiri slík sem þykjast vera að reyna að leita að hreinni orku en eru í raun einungis að leita að eins ódýrri orku eins og hægt er, hvar sem er í heiminum og hana hafa þeir fengið hér hingað til.  Við eigum að nýta okkur þessa orku sjálf og þá fyrir umhverfisvænni fyrirtækja.

 


Skoðið og sendið áfram

Ég fékk þennan tengil sendan í tölvupósti rétt í þessu. http://www.howgreatthouart.co.uk/maddie.htm    Þessu er komið hér með á framfæri og hvet ég alla til að hugsa hlýlega til þeirra.

Klukkuð af Steinku

Jæja, þá náði Steinka að klukka mig.  Ég á að nefna 8 atriði um sjálfa mig.  Ég hef rosalega gaman af því að syngja og geri mikið af því, sérstaklega ef við systikinin náum að radda eitthvað saman. Mér finnst ofboðslega gaman að gera tilraunir í eldhúsinu, hvort sem er um bakstur að ræða eða elda. Leiðinlegasta sem ég geri er að vaska upp og taka til í eldhúsinu. Ég elska dýr, hunda, ketti og flest þau dýr nema pöddur, ég ætlaði mér alltaf að verða bóndakona.  Mér finnst ofboðslega gaman að ferðast, sama hvort um er að ræða hérna heima eða í útlöndum. Það er svo gaman að þvælast um landið, helst í tjaldi og heimsækja þorpin, renna fyrir fisk á bryggjum landsins, gerist ekki betra. Mér finnst yndislegt að sitja á góðum tónleikum og hlusta á góða tónlist.  Mér finnst öll garðvinna skemmtileg. Það er yndislegt að slá garðinn, finna graslyktina og potast í mold og sjá allt vaxa. Ég held að ég hafi verið sú eina í hópnum hér á yngri árum sem fannst gaman í unglingavinnunni.  Ég er óskaplega hrifin af öllum berjum, bláberjum jarðarberjum, brómberjum, hindberjum en þó sérstaklega ferskum kirsuberjum.  Við Linda vinkona söfnuðum alltaf saman klinkinu okkar hér í den til að kaupa fersk kirsuber hjá Silla og Valda í Austurstræti, þegar við vorum að sendast fyrir Ferðamiðstöðina. Þá var veisla hjá okkur.  Ég held ég sé örugglega komin með átta atriði. Nú ætla ég að gerast svo kræf að klukka  Benna, Ingibjörgu Stefáns, Baldur Kristjáns, Bjarna Harðar, Siggu Óla og Björgu Árna.

Eru fleiri sem búa hér á Íslandi sem ekki er vitað um?

Við erum snarbrjáluð þjóð! Ég hélt að hér á landi byggju rétt liðlega 300 þúsund manns en ekki 3 miljónir, 30 milljónir eða hvað þá 300 milljónir manna.  Hér er verslunarhúsnæði sem gæti þjónað milljónum manna. Við Smáratorg er verið að byggja 20 hæða turn fyrir verslanir og þjónustu, byggja á annan turn við Smáralind fyrir fleiri verslanir og þjónustu. Verið er að byggja viðbót við Borgartúnið og í Sigtúnsreitnum fyrir væntanlega fleiri verslanir og þjónustufyrirtæki. Segið mér...............hver á að versla á öllum þessum stöðum? Eða ................verður reyndin sú að miðbærinn tæmist algerlega af verslunum og þjónustufyrirtækjum. Hvað kemur mikið af verslunarhúsnæði að standa tómu og óseljanlegt með öllu í eldri verslunarhverfum borgarinnar, svo sem Ármúla, Síðumúla og fleiri stöðum.  Við erum til að mynda með hér á höfðuborgarsvæðinu eina af stærstu IKEA verslununum á Norðurlöndunum. IKEA verslunin hér er miklu mun stærri en sú sem þjónar stór-Bergen svæðinu í Noregi sem telur um 300 þúsund manns sem er svipuð íbúatala og er á öllu Íslandi! Varla nema von.  Verslanir hér eru orðnar ein helsta félagsmiðstöðin fyrir margar fjölskyldur og afþreygingarmiðstöð fyrir einstaklinga.  Á góðviðrisdögum eins og hefur verið undanfarið er verið að væflast um þessar miðstöðvar með smábörn fram og til baka í stað þessa að vera úti og njóta þeirrar yndislegu árstíðar sem nú er í hámarki, sumarsins. 
mbl.is Verslunarhúsnæði byrjað að taka á sig mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með þetta allt!

Til hamingju með nýopnaðan veitingastað og einnig til hamingju með einstaklega fallegar og vel gerðar endurbætur á þessu gamla iðnaðarhúsnæði. Ykkur hefur tekist einstaklega vel til. Megi aðrir taka ykkur til fyrirmyndar í þessum efnum.
mbl.is Friðrik V tekur til starfa í Grófargili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að þekkjast!

Mismunun sem þessi á ekki þekkjast í okkar þjóðfélagi.  Í opinberri stjórnsýslu og fyrir lögum eiga allir að vera jafnir og lúta sömu reglum og þjónustu.  Þetta er meðal annars það sem einkarekstur og einkavæðing getur leitt af sér í heilbrigðisþjónustu.  Þar verður til mismunun sem byggir á efnahag einstaklinga. Þetta hef ég kosið að kalla "Bandaríska kerfið".  Í Bandaríkjunum byggja  gæði þjónustu til einstaklinga í heilbrigðiskerfinu á því hvernig tryggingar þeir hafa sem iðulega koma í gegnum atvinnurekendur þeirra.  Ef þú ert ekki á vinnumarkaði og hefur þar af leiðandi engar eða lélegar tryggingar geturðu einungis fengið þjónustu á "almennu sjúkrahúsi" sem stundum hefur verið kallað þar ytra fátækraþjónustu.  Þó þú værir við dauðans dyr, þá myndu þeir samt senda þig á annað sjúkrahús ef í ljós kæmi að tryggingar þínar væru ekki góðar og ef þú ert sterkefnaður og getur borgað á einkaklínik þá gengur þú fyrir með 100% þjónustu.  Ekki er ólíklegt að einmitt úrval læknastéttanna starfi á einkaklínkinni eða betri sjúkrahúsum.  Þannig að þeir sem eiga eitthvað undir sér geta fengið betri þjónustu. Viljum við fara þessa leið? Þetta má aldrei gerast hérna. Við verðum að horfa til Norðurlandanna og miða okkur við norrænt velferðarsamfélag.  
mbl.is Sérreglur fyrir útvalda leiða frekar til mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tinna, hundspottið mitt

Ég prófaði að gamni mínu að setja tvær myndir af litla hundspottinu mínu, henni Tinnu. Hún er svo ansi lík hundi eins bloggvinar míns. Þetta litla "lakkrístrýni" á dálítið erfitt með að gegna. Hún myndi vera greind með athyglisbrest ef út í það væri farið. Hún má ekki sjá fugl, flugu, börn á hjóli eða neitt annað sem hreyfist eða finna spennandi lykt af einhverju í gönguferðum okkar, þá er hún rokin af stað og það er eins gott að halda vel um tauminn og vera í góðum "spyrnuskóm".  Hún er einstaklega blíð, þetta grey ,þrátt fyrir allt og er einstaklega fjörug og ansi klár.  Læt þessa lofræðu duga um hundinn minn, en hún skilur ekki enn alveg hvað þýðir "koma" þegar kallað er á hana, sérstaklega ef hjólreiðamaður hjólar framhjá , þá tapar hún skyndilega heyrninni!

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband