Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Umhugsunarvert fyrir okkur íslendinga.

Þetta myndi líklega ekki þykja neitt sérstaklega margir yfirvinnutímar á íslenskan mælikvarða. Mér er minnistætt þegar ég vann hjá einu stærsta stéttarfélagi landsins og var að yfirfara vinnuskýrslur nokkurra félagsmanna á heilbrigðisstofnunum með tilliti til hvíldartíma. Mikil mannekla var á þessum tíma og mikið um vaktir sem þurfti að dekka með aukavinnu annarra starfsmanna. Ég var að sjá fjölda aukavakta frá 12 vöktum og allt upp í 15 vaktir á mánuði fyrir utan fullt starf viðkomandi starfsmanna sem þýðir að meðaltali  14 x 8  = 112 yfirvinnutímar. Það hefur löngum þótt eðlilegt hér að vinna mikla aukavinnu. Í byggingarvinnu var kváð ef einhver sagðist vinna bara 8 tímana!!! Er ekki alveg nóg að vinna 8 klst. vinnudag með tilliti til heilsu, vinnuafkasta, heimilislífs og almennt með tilliti til þess að geta átt eitthvað annað líf en vinnuna! Jú, líklega, en fjárhagslega mjög erfitt fyrir marga. En hvers virði er öll aukavinnan? Hún er lítils virði þegar heilsan er farin og hvað þá að þegar fólk fellur frá öllu sínu í blóma lífsins? Þetta er umhugsunarvert.
mbl.is Vann of mikið og lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur skóli og flott skólastýra!

Þessi skóli finnst mér alveg frábær. Ég held að þessi skóli sanni gildi sitt í nútíma þjóðfélagi. Hraðinn í nútíma þjóðfélagi hefur gert það að verkum að sumt af þekkingu og færni í að elda mat frá grunni, hanna og sauma föt frá grunni hafi glatast á síðustu árum hjá ákveðnum kynslóðum. Meira hefur verið keypt tilbúið og enginn tími til að gera sjálfur. Nú hefur dæmið snúist við og aldrei eins mikill áhugi að prjóna, sauma og vinna frá grunni eins og nú.

Mér finnst Margrét skólstýra flott kona, mikill kvenskörungur og glæsilegur fulltrúi íslenskra ofurhúsmæðra. Ég myndi vilja sjá hana í nýjum sjónvarpsþætti með alls kyns húsráð til kynningar, matseld og fleira sem kemur að notum við rekstur á heimilum. 


mbl.is Nútímahúsmæður læra til verka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröfur lækkaðar og fagmennsku og þekkingu stungið undir stól?

Ég skil ekki hvernig þetta er hægt! Það tekur langan tíma að þjálfa góða slökkviliðsmenn og gerðar eru strangar kröfur um grunnþekkingu og líkamlega burði við inntöku nýliða. Síðan tekur við löng og stíf þjálfun. Mér finnst þetta eins og það geti bara allir tekið þetta starf að sér eins og ekkert væri. Er verið að lækka kröfur og stinga fagmennsku undir stól? Er næsta skrefið að hver sem er geti tekið að sér störf löggæslu og annarra slíkra starfa án krafna um líkamlega og andlega getu og þjálfunar sem þessi störf krefjast?
mbl.is Auglýst verður eftir fólki til að annast viðbragðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta finnast mér nú bara góðar fréttir!

McDonalds hefur að mínu mati aldrei framleitt sérstaklega bragðgóðan skyndibita. Þegar þeir komu til landsins fannst mér spennandi að fara og smakka, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Brauðið var bragðlaust og leit út eins og klippt út úr teiknimynd. Kjötið ekki gott og bragðgæti skyndibitans ekki góð og að auki fannst mér fráleitt að flytja inn hráefnið í þá, þar sem hráefni hér var mjög gott. Nú geta skyndibitaaðdáendur kannski glaðst yfir betri bragðgæðum og íslensku hráefni sem er mun betra en Amerískt hormónakjöt. Lifið heil!
mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum ekki að þétta svona byggðina.......

Þessu hefur löngum verið haldið fram sem kemur fram í þessari frétt. Græn svæði, náttúran í sinni fegurstu mynd hefur góð áfhrif á allar manneskjur. Við þurfum ekki annað en að horfa til upprunans. Hvaðan komum við og hvert er okkar eðlilega umhverfi. Grá steynssteypa og ljót háhýsi um allt er ekki það umhverfi sem er til þess fallið að skapa jafnvægi. Slíkt umhverfi er kalt og ópersónulegt. Hér á landi skapar það einnig vindhraðla sem orsakar sterkar vindhviður. Tilbúið landslag!. Við íslendingar sem eigum svo mikið landsvæði, eigum ekki að þjappa byggðinni í háhýsa-steinkumbalda svæði hér í borg. Við eigum að láta náttúruna njóta sín og skapa okkur, okkar eigin stíl. Við erum með langa vetur, dimma og oft hryssinslega. Því geta græn svæði vegið upp á móti því. Mæli með fleiri grænum svæðum, færri háhýsi og mannlegra umhverfi.
mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt þegar ungt fólk í blóma fellur frá......en á myndabandinu má sjá..

Ég horfði á myndabandið sem fylgdi fréttinni. Á tónleikum 1999 þar sem Stephven Gately hélt sólótónleika má sjá Friðrik Karlsson leika á gítar á sviðinu undir laginu hans. Flott!
mbl.is Einn söngvaranna í Boyzone látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers lags bull er þetta eiginlega?

Annað hvort er blað fríblað fyrir alla eða áskriftarblað fyrir alla eða selt í lausasölu hjá öllum! Þetta á ekki eftir að ganga upp. Það mun ekki líða á löngu þar til blaðið verður lafarið komið í áskrift. Það hefur nú ekki einu sinni verið borið í hús hér í Ölfusi og svo megum við fara að borga fyrir áskrift. Þetta er hrópleg mismunun eftir búsetu og á ekki að eiga sér stað.
mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Gummi með verðlaunin!

Ég óska þér innilega til hamingju með verðlaunin, Gummi og ég hlakka til að lesa bókina þína.

Góðar barna og unglingabækur er gulli betri! Það var yndislegt þegar ég vann á leikskólanum hér áður fyrr að hrærast með börnunum í heimi barnabókmennta fullum ævintýrum og óvæntum uppákomum. Hér bætist ein við safnið. 


mbl.is Þvílík vika hlaut Íslenskubarnabókaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hart í ári hjá Írum, er þetta eitthvað sem við eigum von á í niðurskurðinum?

Já, það er greinilega hart í ári hjá Írum og þessi frétt ber vott um það. Ljóst er að við erum með niðurskurðarhnífana á lofti hjá þjónustufyrirtækjum hins opinbera, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og miklu fleiri. Það er hægt að spara á margan hátt og nýta hlutina betur, en er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá? Vonandi ekki. Vonandi berum við gæfu til þess að þurfa ekki að skera svo hrikalega niður að við þyrftum að nesta nemendur upp aftur, skaffa salernispappír og fleira.
mbl.is Nemendur leggi skólanum til salernispappír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband