Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Með brimhljóð í eyrum og saltbragð í munni

Dýrðlegri göngu var að ljúka rétt áðan. Við hjónin fórum með hundspottið okkar hana Tinnu í göngu rétt við sjóinn hér í bænum. Brimið úti fyrir djöflaðist á hamrabeltinu við ströndina. Vegna þokunnar sáum við ekki háar öldurnar skella á hömrunum en við heyrðum það vel. Það var eins og hundrað þungavinnuvélar væru að störfum á berginu. Oft við slíkar aðstæður má finna titringin í berginu. Þéttur rigningarúðinn skall á okkur með vindinn á hlið. Þarna var líka þéttur sjávarúði. Saltbragðið í munninum og á vörunum  staðfesti það.  Það leyndi sér ekki að hundurinn hafði í miklu að snúast. Þarna var hnusað af hverri þúfu og hún merkt í bak og fyrir. Hver einasta hvilft og hola var grandskoðuð og þefaðar uppi músarholur. Við vorum orðin vel vot eftir þetta en þó var okkur ekki kalt. Feldur Tinnu var orðinn blautur og ekki spillti fyrir að þarna höfðu myndast tjarnir sem hún hljóp út í að elta verðlaunamola sem við hentum út í. Það er hennar uppáhald. Þetta var hressandi ganga í hressandi veðri á góðum sunnudegi. Góðar stundir.

Lítið af bloggi og biluð tölva.

Það hefur lítið farið fyrir bloggi hjá mér undanfarið eins og sjá má. Tölvan mín tók upp á því að fá slæman vírus og er hún í meðferð við því hjá honum syni mínum. Á meðan hef ég lengst af verið tölvulaus en er með laptop í láni nokkra daga á meðan. Það reddar málunum. Vonandi hef ég nennu til að henda einhverju inn, annars er ég mjög andlaus þessa dagana gagnvart bloggi og slíku. Hef verið upptekin af öðru. Kannski kemur andinn yfir mig! Hver veit! Kemur í ljós. Góðar stundir.

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð........................

Já, mikið assgoti var kalt í morgun. Sem ég var að setja bílinn í gang í morgun varð mér litið á hitamælinn inni í bílnum sem sýnir á víxl hitann úti fyrir og hitann inni í bílnum. Ég vissi að mikið frost væri úti, því það marraði og ískraði í snjónum þegar ég gekk að bílnum. Inni í bílnum mældist -11°c og út fyrir mældust -10,8°c. Það var ekkert skrítið þó gírstöngin væri stíf, þykkt hélulagið ætlaði aldrei að víkja af framrúðunni. Mesti kuldinn sem mældist á leið til vinnu í morgun var rétt neðan við Sandskeiðið eða -15°c!  En fallegt var veðrið! Svona froststillur eru alveg einstakar. Heiður himininn, stjörnubjart og fjöllin koma eins og svartir skuggar í dimmblárri birtunni. Gerist ekki fallegra. Góðan dag til ykkar allra og klæðið ykkur vel í kuldanum.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband