Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Kemur ekki á óvart.

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Fjarðarkaup er eitt þeirra fáu fyrirtækja sem hafa verið vel rekin frá upphafi þess, þegar það var í litlu húsnæði á Trönuhrauni. Þetta fyrirtæki hefur ekki verið rekið á yfirdrátt eða krít í gegnum áratugina. Þarna er hópur starfsfólks sem hefur lengi starfað þar og  ég held að mér sé óhætt að segja að þar hafi margur starfskrafturinn í verslun sem þessari lengri starfsaldur en gengur og gerist. Þarna er alltaf gaman að koma og versla, gott andrúmsloft, nægt rými, góð þjónusta og stöðugleiki sem er fáséður í dag. Þess má geta að foreldrar mínir hófu að versla við fyrirtækið þegar við fluttum í Fjörðinn 1975. Síðan þá hef ég búið í Reykjavík og nú í Þorlákshöfn og enn geri ég mér ferð örðu hvoru í Fjarðarkaup. Lengi lifi Fjarðarkaup!!!
mbl.is Fjarðarkaup með hæstu einkunnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af!

Það var tími til kominn að eftirlit væri haft með notkun stefnuljósa. Alltof margir sleppa því alfarið að nota stefnuljós. Enn aðrir gefa stefnuljós í beygju (er það til að tilkynna hinum að viðkomandi sé að beygja rétt í þessu).

Er þessu sértstaklega ábótavant í hringtorgum, eins og þau eru nú orðin algeng um allt höfuðborgarsvæðið. 

Ég kalla eftir gömlu umferðarþáttunum hans Ómars Ragnarssonar þar sem umferðarreglur, notkun stefnuljósa, akstursstefnur og fleira var tekið til umfjöllunar. Það þyrfti að endurgera þessa þætti og með þá Ómar í fararbroddi. 

 


mbl.is Eftirlit með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband