Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Borgar sig fyrir eldri borgara að geyma spariféð sitt undir koddanum?

Þessi fyrirsögn þykir kannski galin, en þegar ég horfi upp á það hjá móður minni eftir opnun hins opinbera á bankainnistæðum landsmanna verða fyrir svo mikilli skerðingu á lífeyri að það er ekki nokkrum manni bjóðandi upp á það. Ég gæti skilið þetta ef hún væri einhver stóreigna manneskja, en svo er ekki. Hún á inn á bók aura sem nemur álíka upphæð og ca. 1 og 1/2 jarðarför. Þennan pening er hún búin að geyma, meðal annars til að getað haldið íbúðinni við, en hún hefur ekki verið máluð í 10 ár. Salernið hjá henni ónýtt og þarf að skipta því út. Þar sem hún er mikill sjúklingur, þyrfti að taka út baðkerið, sem reyndar er mjög gamalt og setja sturtu í staðinn. Nei, þessi gjörningur þýddi það að hún þarf að endurgreiða á þriðja hundrað þúsund í lífeyri og er nú gert að lifa á 81 þúsund krónum á mánuði. Fyrir þetta á hún að kaupa þau lyf sem hún þarf að nota, borga mat og annað viðurværi, greiða heimaþjónustuna (sem í hennar hverfi hefur verið til háborinnar skammar), viðhalda íbúðinni sem og annað sem þarf að greiða. Allsstaðar er gengið á rétt þeirra sem minnst mega sín. Þetta er til háborinnar skammar. Móðir mín er ein af þeim  einstaklingum sem þeger eru búnir að leggja til þjóðarbúsins með sinni vinnu í gegnum lífið. Hún býr nú ekki í stóru húsnæði hún móðir mín, aðeins lítilli tveggja herbergja íbúð í Breiðholti svo ekki er ég heldur að tala um eignir uppá tugi milljóna í fasteignum. Það er nú þannig að fólk vill helst eiga fyrir sinni eigin jarðarför og hefur það verið í okkur landanum alla tíð. En þarna er hreinlega verið að eyðileggja þá fyrirhyggju sem fólk hefur í þeim efnum. Á endalaust að niðurlægja aldraða og öryrkja? Ég bara spyr!!


Þetta lítur ekki vel út.

Nú þegar hefur Landeyjahöfn lokast og vetrarlægðirnar ekki farnar að sýna sig. Ég er ansi hrædd um að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því hversu gríðarleg hreyfing er þarna á sandinum. Það þarf ansi lítið til, til að höfnin lokist. Annaðhvort er þarna um verulegan hönnunargalla að ræða eða menn hafi alveg lokað augunum fyrir þeirri hættu sem stafar af hreyfingu sandsins við ströndina. Gamlir sjómenn í Vestmannaeyjum voru búnir að vara við þessu. Verður Landeyjahöfn sumarhöfn og Þorlákshöfn vetrarhöfn. Mun þurfa að halda úti tveim höfnum? Verður sanddæluskip að vera alltaf til taks í Landeyjahöfn með tilheyrandi kostnaði? Verða meiri fjármunir setti í höfnina til að lagfæra hana eða verður þetta eilífðarverkefni að dýpka höfnina? Allavega er niðurstaðan sú að Vestamannaeyingar geta enn síður stólað á samgöngur núna en áður. Það var þó hægt að stóla á ferðir Herjólfs milli Eyja og Þorlákshafnar áður en Landeyjarhöfn var tekin í notkun, en ekki núna. Hann siglir hingað til Þorlákshafnar einhverja næstu daga og hvað svo? Flugið er stopult sem áður. Þetta er vont mál. Kannski hefði verið ódýrara að festa kaup á hraðskreiðara skipi og málið leyst.
mbl.is „Verra en við bjuggumst við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband