Einelti er dauðans alvara og fer oft leynt

Þetta er hræðileg frétt. Einelti er mun algengara en fólk heldur og fer oft leynt. Einstaklingurinn er brotinn smátt og smátt niður. Þeir sem leggja í einelti geta farið mjög leynt með það og "leikið heilt leikrit" fyrir framan fólk sem lætur blekkjast. Þolandi sem reynir að kvarta er ekki tekinn trúanlegur. Grimmdin í eineltinu er hræðileg. Einelt á vinnustöðum er sá þáttur eineltis sem hefur mjög mismunandi birtingarmyndir. Því miður er það alltof algengt að ekki sé ekkert gert í því, þolanda er ekki trúað, gert lítið úr kvörtunum hans og enda með því þolandi segir upp störfum og fer og eineltið heldur áfram, gerandi finnur sér annað fórnarlamb.

Það bera allir ábyrgð á einelti, líka þeir sem horfa á!!! Sjá reglugerð nr. 1000 frá 2. desember 2004 sem til heyrir lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en þar segir í 6. grein:

6. gr.

Tilkynningaskylda starfsmanns.

Starfsmaður sem hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um einelti á vinnustað skal upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um það. Skal starfsmaðurinn vera reiðubúinn að skýra mál sitt nánar ef ástæða þykir til.

Í sömu reglugerð er kveðið á um skyldur atvinnurekenda að koma í veg fyrir einelti, bregðast við einelti og láta fara fram áhættumat.

EINELTI ER Á ALLRA ÁBYRGÐ!

 


mbl.is Barn lést í kjölfar eineltis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Lífið er grimt hjá mörgum,svona fréttir eru skelfilegar.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 7.10.2010 kl. 15:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

EINELTI ER Á ALLRA ÁBYRGÐ.

Og það er sá kjarni málsins sem við skulum halda til haga.

Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 5646

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband