Umferðarmenningin hér er rússnesk rúlletta!

Það er alveg með ólíkindum hvernig umferðarmenningin er hér á landi. Ég ek til og frá vinnu daglega milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur sem er ekki í frásögu færandi nema til þess að hafa orð á því hvernig menn haga sér í umferðinni. Ég tel mig aka á þokkalegum hraða eða um 90-100 km hraða ef vel viðrar, en þegar menn eru komnir hreinlega á stuðarann hjá manni og flutningabílar með fullfermi aka fram úr manni þar sem þeim þykir 95 km hraði ekki nægur, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90km. 

Í þeirri færð sem hefur verið undanfarið, krapi, ísregn og snjór þá get ég ekki skilið framúrakstur 30 tonna malarflugningabíla í slíku færi.  Svo virðist einnig að virt sé að vettugi að ekki sé heimill framúrakstur þar sem tvöföld óbrotin lína er til staðar milli akreina, en ótal ökumenn hef ég séð iðka þetta í Lögbergsbrekkunni sem og í Þrengslum.  Er nokkuð skrítið að alvarleg umferðarslys eigi sér stað þegar við bætist slitnir og þröngir vegir. Það er verið að spila rússneska rúllettu í umferðinni. Það er ekki hægt að kalla þetta annað! Ökumenn munið ábyrgð ykkar þegar þið setjist undir stýri og farið af stað út í umferðina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 5621

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband