Vatnsverndarsvæðin eru okkar "Gullnámur"

Það er með ólíkindum hvað gengið er illa um vatnsverndarsvæðin okkar. Hreint og ómengað vatn fer að verða fágæt vara í heiminum.  Þeim stöðum fækkar með árunum og áratugunum sem geta státað af eins hreinu og ómenguðu vatni eins og við. Þetta eru okkar Gullnámur sem okkur ber að varðveita eftir fremsta megni. Við erum ekki ein í heiminum og því er það skylda okkar að varðveita það og ganga um vatnsverndarsvæðin af fullri virðingu. Þessi ítrekuðu slys í Heiðmörk sýna glögglega að ekki er nógu varlega farið og reglur um umgengni á þessu verður að herða. Því þykir mér það alveg með ólíkindum sú ákvörðun og umræða að byggja "álgarð"  í Þorlákshöfn. Þorlákshöfn stendur á gríðarlega stóru vatnsbóli sem hefur að geyma hreint og tært vatn í miklu magni. Höfum við efni á því að spilla því?  Eigum við að fórna Gullnámunum okkar fyrir skyndigróða?
mbl.is Umhverfisráðherra telur brýnt að beina starfsemi frá vatnsverndarsvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 5657

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband