Ótrúlegur dónaskapur og niðurlæging

Ég get ekki á setið á mér að skrifa nokkur orð um atburð sem ég varð vitni af seint á föstudaginn inni í Bónus í Holtagörðum. Ég var komin að kassa og búin að týna allar vörurnar á færibandið. Meðan ég beið  eftir að röðin kæmi að mér hafði ég fylgst með næstu kössum, þar sem komið var að lokum og starfsmenn að ljúka störfum. Ég fylgdist meðal annars með ungum pilti , greinilega mjög samviskusömum og duglegum vinna á næsta kassa.   Pilturinn virtist vera innflytjandi, afskaplega snyrtilegur  og kurteis. Ung kona, hörkudugleg en greinilega orðin þreytt eftir daginn var við kassan sem ég var við. Þegar hún var langt komin með að skanna inn vörurnar mínar heyrist frá næsta kassa hvass og frekjulegur tónn í konu sem var greinilega í meira lagi pirruð setja ofan í við þennan unga pilt sem vann á kassanum. Hún ætlaði víst að greiða vörurnar í tvennu lagi. Hvort hún hafi ekki útskýrt það nægilega veit ég ekki en með æsingi og frekju hreytti hún í hann "TALAÐU ÍSLENSKU"!. Við stoppuðum báðar ég og unga konan á kassanum og litum á hvor á aðra.  Ég hafði ekki heyrt annað en að þessi piltur hafi talað bara ágætist íslensku en dónaskapurinn og niðurlægingin sem hún sýndi piltinum var fyrir neðan allar hellur.  Hvers konar framkoma er þetta eiginilega! Ég vona að svona hagi fólk sér almennt ekki, hvorki gagnvart innflytjendum né  fólki bara almennt.  Fólk í afgreiðslustörfum er oft stuðpúðar fyrir allskyns vanlíðan fólks og þreytu. VR lét gera mjög góðar auglýsingar þessu varðandi og vona ég að fólk muni eftir þeim og láti hvorki þreytu, pirring eða tímaleysi bitna á því fólki sem er að þjónusta það.  Góða helgi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður G.

Það er bara með öllu ólíðandi að fólk láti skap sitt bitna á afgreiðslufólki almennt. Þvílíkur dónaskapur!

Svona fólk ætti að drífa sig upp á heiði og öskra pínu til þess að losa sig við uppsafnaða innri reiði.

Valgerður G., 18.4.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Sagði einhver eitthvað við þessa konu eða komst hún bara upp með dónaskapinn átölulaust?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 18.4.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gott hjá þér að skrifa um þetta!

Flestir hefðu nú bara horft í hina áttina!

Baráttukveðjur:

Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband