Hvað þýðir þetta?

Þessi ákvörðun eða samþykkt er góðra gjalda verð en hvað þýðir hún? Þarna virðist vera samþykkt sem gerir fyrrum opinberum starfsmönnum borgarinnar kleift að fara aftur til starfa. Reyndar var til samþykkt eins og kemur fram sem skrifuð var í  kjarasamninga m.a. hjá almennum starfsmönnum og er það enn, að starfsmaður sem hefur náð 70 ára aldri má halda áfram störfum í allt að 50% stöðu en þá á tímakaupi. Hvað með aðra en opinbera starfsmenn sem hyggjast ráða sig eftir 67 ára aldur fram að sjötugu? Fá þeir tilhliðrun  með tekjumörkin? Hvað þýðir það svo að lífeyrir skerðist ekki? Þýðir það að grunnlífeyririnn skerðist ekki sem er ekki nema hluti heildarupphæðar lífeyrisins. Tekjutryggingin skerðist strax nánast þegar ellilífeyrisþegi eignast einhverjar aukakrónur, meira að segja ef hann tekur lán til að standa undir framkvæmdum í stigahúsinu hjá sér, þá skerðir það lífeyri viðkomandi einstaklings, króna á móti krónu. Ellilífeyrir er ekki nema kr. 24.831,- fyrir einstakling. Ellilífeyrisgreiðslur eru nefninlega svo samsettar. Það er grunnrekjutrygging, sérstök tekjutrygging, heimilisuppbót og uppbót á lífeyri. Er kannski verið að ná í ódýrt vinnuafl? Það er ekki nema von að margir lífeyrisþegar eigi í erfiðleikum með að henda reiður á greiðslum til sín.
mbl.is Manneklu mætt með ráðningu eldri borgara í umönnunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég fæ ekki aðra niðurstöðu. Móðir mín þurfti á láni að halda til að standa straum af kostnaði við viðhald á stigahúsinu hjá sér. Við það voru heildartekjur hærri og lífeyrir lækkaði. Hún mátti ekkert bæta við. Það er eins og það skipti ekki máli í hvað tekjurnar fara. Ég hef upplifað sem hún sé í gildru. Þú mátt ekki vera með einhverjar krónur í viðbót þá lækkar tekjutryggingin á móti. Hringlandinn nær hámarki þegar jólabónus eða desemberuppbótin hefur verið greiðdd. Þá hafa tekjur tiðlast og oftar en ekki þegar að uppgjöri kemur þá þarf að greiða jafnvel meira en sem nam desemberuppbótinni. Oft hefur hún hreinlega viljað sleppa henni. Svo er auðvitað tekinn skattur af þessu lítilræði. Af hverju í ósköpunum eru ellilífeyrisþegar að greiða sömu skattprósentu og fullvinnandi fólk? Þetta fólk er margsinnis búið að greiða til þjóðfélagsins. Það má draga úr.

Sigurlaug B. Gröndal, 5.10.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband