Við erum ekki eins opin......

Nei, við erum ekki eins opin og við teljum okkur vera. Innflytjendur sem búa hér með fjölskyldum sínum eru oft einagraðir félagslega utan vinnunnar. Það er oft á tíðum ágætis samband og kunningsskapur innan veggja vinnunnar en þegar fyrir utan er komið er ekki um sömu sögu að segja.  Við erum ekki að mynda tengsl við fólkið utan vinnunnar og einangrunin er oft á tíðum mjög erfið, sérstaklega fyrir konurnar.  Reyndar er þjóðfélagið í dag á svo miklum þönum að við megum ekki einu sinni vera að því að heimsækja okkar eigin skyldmenni. Ég held að við verðum að taka okkur tak og slökkva oftar á sjónvarpinu, tölvunni og skella sér í heimsókn eða bjóða í kaffi og tala við fólk. Við erum alltof dugleg að senda sms, tölvupóst og blogga! en stöndum okkur svo ekki í að tala við fólk augliti til auglitis. Þetta er slæm þróun. Tæknin er af hinu góða en við megum ekki gleyma okkur algerlega í heimi margmiðlunar.  Ef það er einhver sem við viljum ekki hafa samband við í bloggheimum eða á msn þá ýtir maður bara á "delete" einfalt, en hvað með fólkið sjálft sem að manni stendur? Kannski er einhver þarna úti sem vill gjarnan geta ýtt bara á "delete" takkann, það væri  einfaldast þegar um einhvern óþægilegan er að ræða innan fjölskyldunnar, en hann/hún  felur sig á bak við lyklaborðið og skjáinn. Við erum flott í samskiptum og segjum okkar skoðanir út og suður, BAK VIÐ LYKLABORÐIÐ, en hvað svo? Legg til að fólk taki sig til, slökkvi á tölvunni í kvöld, sjónvarpinu, baki pönnsur eða opni kexpakka og bjóði tengdó í kaffi eða systur eða bróður eða jafnvel skelli sér í betri bomsurnar og heimsækir gamla kunningja sem þeir hafa vanrækt lengi! Upp með samskiptin.  HEFUR ÞÚ BOÐIÐ NÁGRANNA ÞÍNUM Í KAFFI NÝLEGA? VEISTU HVERNIG HANN HEFUR ÞAÐ? Lifið heil.
mbl.is Innflytjendur einangraðri úti á landi samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þörf umræða það sama á nú við um mig, þú veist nú alveg að ég er manneskja sem geng og tala hægt. Þá eru viðbrögð annarra engu líkari(að mínu mati) en að ég sé bara dragbítur, tel líka að þessi útlitsdýrkun skili litlu, jafnvel engu góðu þeir sem eru ekki innfæddir Íslendingar fá sömu meðferð. Sökum málheltu og jafnvel útlits LÍKA.

Eiríkur Harðarson, 18.10.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er satt Eiríkur minn. Útlitsdýrkun og staðalímyndir á manneskjum er mikil hér á landi. Hér fá þeir sem falla ekki inn í myndina, sorglega meðferð. Það er ekki hlustað, þolinmæði er ekki til og jafnvel litið niður á þá. Sá sem ekki gefur sér tíma til að hlusta með hjartanu á þá sem í kringum hann er "heyrir ekkert" og sá sem heyrir ekkert, veit ekkert! Ekki satt?

Sigurlaug B. Gröndal, 18.10.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Rétt hjá þér kæra Silla, t.d. held ég að það hafi spilað stóra rullu í þeirri sprengingu er var í Borgarstjórn. Unga "morfín og vel útlítandi liðið" þóttist vera yfir það hafið að hafa "gamla góða" Villa með í ráðum. Tek fram að þetta er bara svona mitt mat á sprengingunni, er ekki hlyntur "hægra liðinu"mikið meira til vinstri.

Hafðu það gott gæskan mín. 

Eiríkur Harðarson, 18.10.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir þetta Eiríkur minn. Nei, þú er réttu megin við strikið! Þessi sprenging hjá borginni er kapituli út af fyrir sig og hefur að ég held valdið því að almenningur treystir ekki lengur þeim sem sitja við stjórnvölinn. 

Sigurlaug B. Gröndal, 19.10.2007 kl. 07:23

5 Smámynd: Svanur Jóhannesson

Þetta var góður pistill hjá þér Sigurlaug. Ég er alveg sammála þér með samskipti fólks, það mætti fara að breyta dáldið um samskiptamáta. Og tölvan er mikill tímaþjófur. Það er því nauðsynlegt að fólk fari að skipuleggja tíma sinn betur.

Svanur Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 09:23

6 Smámynd: Björg Árnadóttir

Tölvan er snilld til ýmissa hluta en eins og allt annað er hún bara góð í hófi. Ég myndi t.d. ekki eiga í þessum samskiptum við ykkur nema fyrir þessa dásamlegu tækni. En hitt er rétt að þegar sjónvarpið kom til skjalanna minnkuðu heimsóknir milli fólks og nú hafa samskipti minnkað enn meira með tilkomu tölvunnar. Þetta er ekki gott. Fólk þarf að fara að huga að forgangsröðun hjá sér, minnka hraðann og kröfurnar og huga að tilverunni, sér og sínum.

Björg Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband