Konur eru ofurhetja nútímans!

Þetta kemur í raun ekki á óvart. Karlar hafa jú verið að taka aðeins til hendinni í gegnum tíðina en eigi að síður er það konan sem ber þyngstan hluta af heimilishaldinu ennþá. Í allri umræðu um vinnu kvenna, stöðu á vinnumarkaði, fjölda vinnustunda á viku gleymist oft þessi fjölskylduábyrð og heimilishald. Vinnu konunnar er sjaldnast lokið eftir hefðbundna launavinnu. Þá er eftir að kaupa í matinn, útrétta, sækja börn af leikskóla eða annað, heimsækja aldraða foreldra og svo taka við heimilisstörfin. Þau taka drjúgan tíma.  Móðir mín gantaðist oft með það að það taka ekki allir eftir því hvað húsmóðirirn afrekar dags daglega í heimilishaldi en það taka allir strax eftir því sem hún gerir ekki og jafnvel ræða það sín á milli! Ætli það sé eitthvað til í þessu enn. Þegar aukin þörf varð á því að konur færu út á vinnumarkaðinn bættist aðeins meiri vinna á þeim. Það hefur ekki skiptst ennþá jafnt á milli karla og kvenna heimilisstörfin nema að hluta og ekki nærri hjá öllum fjölskyldum. Betur má ef duga skal. Þetta er lúmskt álag. Síðan eru félagsstörfin eftir, áhugamálin, líkamsræktin, vinkonur og ættingjar.  Ég segi það og stend við það að konur eru ofurhetjur nútímans!
mbl.is Konur vinna enn flest húsverkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Þú afsakar, en ég reikna með að þú sért orðin eldri en 30 ára.

Á heimilum hjóna á aldrinum 20-30 er jafnt vinnuframlag, innan veggja heimilisins.

Það eru svartir sauðir í þinni kynslóð og við því er lítið að gera.

Ery feministar að berjast fyrir sínum réttindum, eða réttindum barna sinna?

Baldvin Mar Smárason, 24.11.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið rétt  Baldvin, ég er eldri en 30 ára, en þrátt fyrir það á á fullyrðing þin um að á heimilum hjóna á aldrinum 20-30 ára sé jafnt vinnuframlag ekki alveg rétt. Hún er mun meiri en er hjá minni kynslóð og mjög líklega í þínum vinahópi, en það er einnig hjá mörgu ungu fólki í sambúð sem og í hjónabandi sem þessi misskipti eiga sér enn stað, þannig er það nú bara og vonandi breytast hlutföllinn enn frekar til batnaðar og mun hraðar  en hjá minni kynslóð.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.11.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 5637

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband