Hvaðan koma peningarnir?

Ég varð kjaftstopp í gær þegar ég sá fréttirnar frá blaðamannafundi með Ástþóri Magnússyni í Háskólabíó þar sem hann reiddi fram í seðlum 40 milljónir króna með boði um að greiða forsetakosningarnar í vor. Þvílíkt siðleysi. Kallast þetta ekki mútur? Ég spyr líka: "Hvaðan koma peningarnir".  Úr sjóði Friðar 2000 eða hvað?  Það er vond lykt af þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gat verið pappírsbunt með ljósrituðum þúsundkalli.

Maðurinn skilur ekki orðið lýðræði og siðferði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Satt segirðu. Það er ekki ólíklegt. Nei, hann skilur ekki siðferði og því síður lýðræði, svo mikið er víst.

Sigurlaug B. Gröndal, 25.1.2008 kl. 10:49

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Burtséð frá persónum, forsögu og ætluðum tilgangi - þetta var frumleg framkvæmd og fyrir slíka viðleitni fá allir prik hjá mér. En frá praktísku sjónarmiði þá hefur einstaklingur sem hefur boðist til að borga fyrir lýðræðislegar kosningar um leið dæmt sjálfan sig frá framboði. Frambjóðandi sem borgar fyrir kosningar verður þrýstiafl óviðeigandi hagsmuna. Kosningar geta heldur ekki verið "sponsoraðar" af öðrum því þá er þrýstingur kominn inn í jöfnuna.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 25.1.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Helga Dóra

Hann er svona eins og Ólafur nýji borgarstjórinn, ekki alveg að fatta að enginn vill hann til að stjórna neinu í landinu.

Helga Dóra, 25.1.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Já, hvaðan koma peningarnir?

Góð spurning. Ef þetta eru hans eigin peningar, er ekkert annað en gott um þetta að segja. En það er einhver skítalykt af þessu.

Vilhelmina af Ugglas, 28.1.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, svo mikið er víst. Þetta lyktar afar illa. Ég held að hann hafi endanlega skotið sig niður með þessu framferði.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.1.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 5647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband