Vetrarríkið í gryfjunni

Það hefur verið hálfgerð bloggþurrð á bænum síðustu daga. Reyndar hefur verið mikið að gera og meðal annars var ég á Ísafirði að kenna í vikunni.  Það var gaman að sækja Ísfirðinga heim og einmuna fallegt vetrarveður þegar ég var þar.  Ég var að koma rétt í þessu neðan úr gryfjunni góðu sem ég skrepp með hana Tinnu mína til að hún fái smá útrás á hlaupunum, en hún er svakalegur orkuboltu og þarf að fá að spretta úr spori. Venjulegar gönguferðir duga henni ekki enda af smalahundakyni. Læt fylgja með fallega vetrarmynd og mynd af henni sem ég tók þarna í dag. Það skipti snöggt yfir í veðrinu frá því að vera hörkusnjókoma og hálfdimmt yfir í heiðríkju og sól eins og sjá má á myndunum. 

Í snjónum Tinna240208 030


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Froststillur geta verið yndislegar! Hvuttinn þinn er líka sætur í snjónum.

Björg Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flottar myndir og maður sér athafnagleðina skína af hundinum.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Daníel Haukur

Úff ég einhvernveginn elska veturinn og snjóinn:) Fallegar myndir af svörtum hundi í hvítri fönn. Ég sé þig örugglega í kveld, er að spá í að kíkja á ykkur í kórnum.

Daníel Haukur, 27.2.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég hlakka til að sjá þig, Daníel minn. Sjáumst hress í kvöld.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.2.2008 kl. 12:49

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þetta er bara bloggvinainnlitskveðja!

Benedikt Halldórsson, 27.2.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Sigurlaug. Ég held barasta, að ég sé að koma hér á síðuna þína í fyrsta sinni. Samt hefi ég verið að kíkja til þín af og til, en þú hefur greinilega verið að snúast í öðru mikilvægara en bloggskrifum.  Kveðja .

Þorkell Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Björg og Steinka: Takk fyrir kveðjuna. Ég var búin að taka stuttan myndbandsbút af henni í svakastuði en það var alltof stórt til að setja það inn.Daníel: Hæ og hó, ég saknaði þess að sjá þig ekki á æfingunni. Til hamingju með daginn!. Benni: Kær vin takk fyrir þín góðu kveðju Þorkell: Gaman að sjá þig og vertu ævinlega velkomin. Ég kíkja nánast daglega á síðuna þína. Já það hefur verið meira en nóg að gera. Ég hef verið að kenna úti á landi og er að undibúa frekari námskeið fyrir næstu viku og fyrirlestur í þarnæstu. Sólarhringurinn endist mér varla þessa dagana. En þetta er gaman!

Sigurlaug B. Gröndal, 28.2.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband