Þetta á að vera okkar sérstaða

Hér á Íslandi eigum við að stefna að því að landbúnaður hér verði að mestu lífrænn. Við eigum að halda okkar íslensku kúm sem hafa sérstöðu hvað varðar gæði mjólkur. Við eigum ekki að apa eftir öðrum þjóðum heldur skera okkur úr. Ferðamenn hér sækjast eftir hreinni náttúru, hreinum afurðum og lífrænni ræktun. Æ fleiri íslendingar kjósa hið sama bæði lífrænt ræktað grænmeti, ávexti, egg sem eru frá hænum sem ganga frjálsar og fleira í þessum dúr. Við erum ekki með hormónakjöt né afurðir af hormónafylltum gripum. Sjáið hvað hinn ungi íslendingur í New York er að gera með íslenska skyrið. Það verður að gera bændum kleift að fara af stað með slíkan búskap. Við megum heldur ekki eyðileggja þetta tækifæri með olíuhreinsunarstöð né of miklu stóriðjubrölti. Sígandi lukka er best og þeim löndum fer fækkandi sem geta státað sig af hreinni afurð og ómenguðu vatni. Bændur hér gefast upp ef þeir fá ekki stuðning. Nú er lag í að halda áfram á þessari braut. Persónulega kaupi ég lífrænar vörur, íslenskt grænmeti þó það sé miklu dýrara. Það er einfaldlega miklu betra. Safaríkt og gott. Höldum áfram á þessari braut.
mbl.is Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Alveg sammála.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hreina satt kæra Silla. Vona samt að þú meinir að stígandi lukka sé best......  Hin er á leið niður á við

Björg Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 5636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband