VARÚÐ! Mikil hálka á Sandskeiði og Þrengslum

Ég var að koma úr bænum, ók sem leið frá Sandskeiði og í gegnum Þrengslin. Gífurleg hálka er frá Sandskeiði og alveg upp á Hellisheiði og í Þrengslum. Mikill hliðarvindur er og er vegurinn eitt gler. Bílar hafa verið að fjúka eða skríða til hliðar. Jeppabifreið sem ók á undan mér stöðvaði og fór út í kant rétt fyrir ofan  Litlu kaffistofuna áður en komið er að brekkunni vegna hálku. Sendiferðabifreið hafði runnið út af í Þrengslunum vegna hálkunnar og hliðarvinds. Sjálf átti ég í fullt í fangi með að halda bílnum á réttum kili vegna hálku og hliðarvinds. Aksturshraði var um 50-60 km hraði hámark. Stórir flutningabílar, "trailerar" biðu beggja vegna Skógarbrekkunnar, Þorlákshafnarmegin eftir því að Vegagerðin sandbæri brekkuna. Þeir hvorki gátu ekið niður brekkuna né upp. Ég hringdi í Rás 2 og bað þá að vara fólk við sem þeir gerðu en lýstu ástandinu ekki nógu vel. BIÐ ÉG ALLA ÖKUMENN AÐ GÆTA FYLLSTU VARÚÐAR OG AKA RÓLEGA.  Vona ég að engin slys verði og allir skili sér heilir heim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband