"Skín við sólu Skagafjörður".........og fleira.

Í vikunni sem leið var ég norður í Skagafirði, nánar tiltekið að Löngumýri við kennslu. Ég lagði af stað síðdegis á þriðjudeginum og var komin rúmlega hálfníu um kvöldið. Skagafjörðurinn og norðurlandið skartaði sínu fegursta. Sólskin var alla leiðina og fjöllin snævi þakin. Á miðvikudeginum var veðrið eins. Ótrúlega tært og fallegt. Það vottaði eigi að síður aðeins fyrir vori þann daginn. Garðurinn að Löngumýri er einstaklega fallegur og mætti ég þar lítilli grárri kanínu sem staðarhaldrari á. Það er ekki á hverjum degi sem maður mætir svona krúttlegu dýri í morgunsárið. Þarna átti ég tvo yndislega daga í fallegu veðri. Frostið lét samt ekki á sér standa og var ansi kalt þarna um morguninn eða -6 C°.  Vorið lætur enn standa á sér en maður finnur að það er ekki langt í það.  Þegar lagt var í hann heim aftur síðdegis á fimmtudeginum var komið vetrarveður í Vatnsskarðinu. Það snjóaði og á Holtavörðuheiði skafrenningu og fljúgandi hálka. Svo var bjart og fallegt þegar sunnar dró. Miklir öfgar í veðurfarinu þann daginn milli landshluta.

Dagurinn í gær var yndislegur. Sól í heiði og ég tímdi varla að vera inni þann daginn, enda létum við hjónin allt sem heitir húsverk eiga sig og fórum út í langa göngu með hundspottið, síðan í langan bíltúr. Reyndar hafði voffapoffið það af að velta sér upp úr haug af hrossaskít og kostaði það allsherjar bað á eftir. Lyktin var ógeðsleg!!! Vægt til orða tekið!. Í dag sungum við kórinn við fermingarguðsþjónustu í Hjallakirkju (Ölfusi). Það er alltaf stemmning að syngja í þessari litlu kirkju. Fallegur fermingardagurinn hennar Katrínar, en það var nafn stúlkunnar sem fermd var. Guð blessi daginn hennar.

Á laugardagskvöldi var hljómsveitin "We made God" með útgáfutónleika í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði. Minn yndislegi frændi Magnús Gröndal er gítarleikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar.  Því miður komst ég ekki en ég læt fylgja hér mynd af honum frænda mínum sem tekin var í ágúst í fyrra. Hvet alla til að kaupa diskinn þeirra!!! Þetta er vandað rokk, kíkið á demo á síðunni þeirra, sjá slóð hér:   www.myspace.com/wemadegod

Maggi frændi flottur Diskurinn heitir "As we sleep" og hefur fengið mjög góða dóma. Diskurinn fékk 4 stjörnur af 5 hjá Kerrang.  Gangi ykkur vel strákar! Kveðja frá "hele familien" í Þorlákshöfn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

kvitt, kvitt.

Helga Dóra, 7.4.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

vorið er að koma  og grundirnar fara að gróa !  skemmtileg lesning mín kæra !! 

er þetta nokkuð bróðir Ragnheiðar Gröndal ??

Sigríður Guðnadóttir, 7.4.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir vorkveðjuna, Sigga mín. Nei, hann er sonur Bjarna Gröndal, bróður míns en Ragnheiður og við erum bræðrabörn. Hún dóttir Gunnars bróður pabba. En það er mjög mikil tónlist í fjölskyldunni og mismikið hvað fólkið mitt hefur gert úr því. Systir okkar sem er nafna þín er óperusöngkona og vann á sínum tíma söngvakeppni sjónvarpsins og söng  keppti m.a.  í Cardiff. Hún hefur verið í hléi en syngur með kammerkórnum Opus 12.

Sigurlaug B. Gröndal, 8.4.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skil svona vorfíling. Það er eitthvað svo yndislegt þegar allt er að vakna aftur. Myndarlegur frændi og þú segir það alveg satt að þið eruð tónlistarfólk. Ég hef oft heyrt hana systur þína syngja og alltaf notið þess.

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 5646

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband