Allt hér í lagi og óskemmt.

Skjálftinn hefur virðist hafa farið mýkri höndum um Þorlákshöfn en nágrannabyggðirnar. Ég hef ekki frétt af skemmdum hér í bænum og á mínum bæ slapp allt óskemmt. Hvorki innbú né hús urðu fyrir skemmdum. Það er skelfilegt að sjá hversu miklar skemmdir hafa orðið í Hveragerði, Selfossi og Eyrarbakka. Sérstaklega Hveragerði.  Bóndinn var við vinnu uppi á Selfossi þegar skjálftinn reið af og óskar hann þess að hann eigi ekki eftir að upplifa svona aftur. Skjálftinn í bænum var barnaleikur miðað við það sem hér var að gerast.  Fleiri skemmdir eiga eftir að koma í ljós.  Í skjálftanum var hún Tinna mín alveg hrikalega lítil í sér og óróleg. Langt fram eftir kvöldi voru smærri skjálftar að koma og vissum við það rétt áður en þeir komu því Tinna tók að hlaupa um húsið  2-4 sekúndum áður en skjálftinn kom. Hún tróð sér bak við gardínur og upp í kjöltuna á mér og það er ansi mikið að fá á stökki 25 kg hund upp í fangið á sér.  Linda mín bloggvinkona leitar að kisunni sinni og hafa mörg gæludýr flúið í Hveragerði. Þau verða greyin alveg tryllt af hræðslu og flýja í burtu. Linda mín ég vona að þú finnir kisuna þína heila á húfi. Það er svo skelfilegt að vita af þeim einhversstaðar.  Vonandi komast þau heil til síns heima.  Bið fólk að vera á varðbergi og kíkja eftir þeim í bílskúrum, garðskúrum, undir sólpöllum og skúmaskotum. Í hræðslukasti kúra kettir oft í hnipri undir eða bak við eitthvað og hreyfa sig ekki svo fólk verður ekki var við þá strax.  Vonandi koma ekki fleiri svona í bráð. Errm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 5658

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband