Refsiglöð þjóð.

Það er alveg makalaust með Bandaríkjamenn sem þreytast aldrei á því að predika "frelsi" einstaklingsins og frelsi þeirra til að gera þetta og gera hitt og taka eigin ákvarðanir. Ég hef oft kallað þetta "frelsiskjaftæði" því tvískinnungurinn er svo mikill.  Samanber þessa frétt. Sekta fólk vegna þess að það slær ekki garðinn og jafnvel fangelsisvist. Hvar er frelsið núna? Fangelsi í þar ytra eru yfirfull.  Sem dæmi um bullið, þá bjó systir mín í mörg á í Kaliforníu nánar tiltekið í San Bernardino. Í einni heimsókn minni til hennar fórum við niður að strönd sem heitir Balboa beach. Veður var gott en dálítill blástur. Ég var í stuttbuxum og hugðist fara úr bol sem ég var í og vera bara á brjósthaldaranum í sólinni niður á ströndinni, en mjög fátt var þar þennan dag. Systir mín stoppaði mig og bað mig í Guðanna bænum að gera þetta ekki, því þetta væri bannað! Ég kváði! Já, það er bannað að vera á brjóstahaldaranum á almannafæri, þar með niður á strönd! Ég hefði getað átt von á sekt fyrir vikið. En það hefði verið í lagi hefði ég verið í bikinbrjósthaldara.  Hvað felst í orðinu frelsi hjá þar? Ég bara spyr?GetLost
mbl.is Slátt eða stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er ógó glöð að búa ekki í þessum bæ

Sporðdrekinn, 5.6.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 5647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband