Hingað og ekki lengra!

Nú hefur bensínverð rokið upp úr öllu valdi í einu stökki! Nú er nóg komið af þessu í bili en því miður verður ekki við ráðið með heimsmarkaðsverð á olíu og þar með bensíni. Hvað ætla stjórnvöld að gera hér? Setja á aukaskatt til að kolefnisjafna bifreiðanotkun landans! Ég held þið séuð ekki í lagi eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu. Nú er mikið samdráttarskeið að renna upp og má sjá merki þess víða. Uppsagnir hjá fyrirtækjum,hækkað vöruverð, færri verkefni  og meira atvinnuleysi. Þetta er bara upphafið. Þetta er ekki búið, langt í frá. Hugmyndin um umræddan skatt er kannski ekki svo galin og á fullan rétt á sér en ALLS EKKI EINS OG ÁSTANDIÐ ER NÚ! Ég ek samtals 106 km báðar leiðir til og frá vinnu. Ég hef ekki tök á að taka almenningsvagna, þarf að nota m.a. bílinn vegna vinnu  minnar. Ég ek yfir heiði svo það er gagnslaust fyrir mig að vera á sparneytnum smábíl að vetrarlagi auk þess sem ég fer út á land vegna vinnu minnar. Til stjórnvalda vil ég segja: "FRESTIÐ ÞESSUM SKATTI EINS LENGI OG MÖGULEGT ER". Hingað og ekki lengra!Angry

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Oooo, hvað ég er sammála þér, það er orðinn lúxus að aka til Reykjavíkur og til baka!  Hvað þá að þurfa að endasendast fram og aftur vegna vinnu hversdags.

Ég gerði það fyrir nokkrum árum og þótti nóg um hvað ég borgaði í bensín þá.... Bensínlítrinn kostaði 72 krónur !!!!!!  Er hann ekki í kring um 169 kr. núna á "lággjaldabensínstöðvunum"

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband