Algjör bloggleti!

Það hefur algjör bloggleti verið á þessum bæ undan farið. Ég hef ekki haft nennu til að blogga og kannski ekki mikið til að blogga um eða þannig. Ég hef verið mjög upptekin og svo hefur garðurinn átt allan okkar tíma. Það er búið að gróðursetja, búa til ný beð. Nú er ég komin með rabbarbara í garðinn minn, eðal rabbarbara frá henni Völu minni í kórnum. Bóndinn er búinn að vera að smíða utan um beðin, hlaða steinum, smíða bekk á pallinn ásamt því að planta og fleira. Tengdamamma, hún Rúna mín hefur líka heldur betur lagt hönd á plóginn hérna, enda gaman að vera saman í sól og sumri í garðinum og njóta samverunnar. Þau fluttu hingað, tengdapabbi og mamma  til Þorlákshafnar í fyrrasumar og er yndislegt að hafa þau hérna í nágrenninu við sig. Ég á eftir að taka nýjar myndir af framkvæmdunum og mun ég setja þær hér inn næstu daga. Er stokkinn í önnur verk! Ciao.Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

O ég hreinlega öfunda þig að geta stússast í eigin garði, minn er eins og villi akur, því ég hef ekki nokkurn einasta tíma til að taka þar til hendinni. Knús á þig inn í daginn, og það er skiljanlegt með bloggleti svona í sumarblíðunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Ragnheiður

Æj úff..enn skammast ég mín, ég bara hef ekki nennt né mátt vera að nokkrum sköpuðum hlut í þessum garði í viðbót við það að þekkja fæstar plönturnar hér ...ætla að plata eina bloggvinkonuna í heimsókn til að segja mér hvað er hvað hérna

Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Innilega til hamingju með garðinn þinn! Fór loks að fletta Eflingarblaðinu sem var búið að liggja heillengi hér inni á borði og sá þá þessa líka fínu mynd af þér!  Ekkert smávegis flott hjá ykkur steinabeðið!! Viðtalið var reyndar ágætt líka en ég vildi miklu frekar lesa um þig og garðinn en Eflingarmál. En það er víst efni í eitthvað allt annað blað

Bloggleti er eiginlega skylda í svona sumri og sól!  

Björg Árnadóttir, 1.7.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef ólíkt þér verið löt á öllum vígstöðvum. Ekki nennt að gera neitt í garðinum mínum og ekkert bloggað heldur.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband