Þetta kemur ekki á óvart - gatnamótin löngu sprungin!

Það er í raun með ólíkindum að ekki hafa orðið fleiri alvarleg slys þarna miðað við þann gífurlega umferðarþunga sem þarna er, sérstaklega um helgar þegar umferðin er nánast óslitin bílaröð í báðar áttir.  Gatnamótin þarna eru löngu sprungin og mikil þörf á að setja  þarna hringtorg.  Nú stendur til að tvöfalda suðurlandsveginn en það liggur við að það borgi sig að koma þarna hringtorgi til bráðabirgða. Það ætti ekki taka mjög langan tíma. Umferðin er mjög þung og er t.d. ógerningur má segja að komast frá Biskupstungnabraut og í austurátt til Selfoss.  Umferðin frá Suðurlandi er mjög þung og  eins umferðin úr bænum. Þarna eru engin ljós og enn hef ég ekki séð laganna verði stýra umferðinni á svona dögum.  Þeirra er  brýn þörf þegar svona ástand varir.
mbl.is Harður árekstur á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Hef oft spáð í þetta. Hlýtur að vera oft löng bið fyrir þá sem koma ofanað. Skrýtið að það skuli ekki vera lögga að stjórna t.d. síðdegis á sunnudögum. Líklega eru bara of fáir á vakt eins og víða annars staðar.

Björg Árnadóttir, 26.7.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þyrfti ekki bara að taka þennan þjóðveg út fyrir bæinn, það er ótrúlegt að í svona umferðarþunga skuli Selfyssingar hafa umferðina gegnum miðbæinn.  Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera meira um slys þarna.  Miðað við alla umferðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 11:45

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er víða þörf á úrbótum í vegamálum hér á landi. Ótrúlegt hvað við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessum efnum.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 5636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband