Jah, hérna!

Þeir eru ansi roggnir með sig Svíarnir að fullyrða þetta. Ég hef oft komið til Svíþjóðar og verið einnig í Noregi og Danmörku. Þessu er ég nú ekki sammála. Svíarnir eru fastir í gallatískunni ennþá  og karlar jafnt ungir sem á miðjum aldri fastir í "sítt að aftan" og oft síðu hári niður á axlir, sem mér finnst ekki snyrtilegt og ákaflega hallærislegt.  Danir finnast mér alltaf dálítið sjúskaðir. Þeir eru oft í krumpuðum bómullarfatnaði og karlar ekkert sérstaklega eyða miklum tíma í að láta klippa sig og að raka sig reglulega, full liberal eða þannig. Norðmenn að mínu mati koma okkur næst í snyrtmennsku (get ekkert sagt um Finnana, hef ekki komið þangað). Íslendingar eru að mínu mati hvað snyrtilegastir. Við leggjum mikið upp úr því að vera "í tískunni". Konur er yfirleitt vel klipptar og snyrtar, karlar sömuleiðis.  Við erum dugleg að "dress okkur upp" þegar við förum út í leikhús, út að borða eða annað þar sem fólk er að koma saman.  Samt held ég að máltækið "Hverjum þykir sinn fugl fagur, þótt hann sé bæði lúsugur og magur" eigi við hér.
mbl.is Svíar telja sig snyrtilegasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband