Vetrarríkið við Mývatn.

Sem stendur er ég stödd norður við Mývatn, nánar til tekið í Reynihlíð. Ég koma hingað seint síðdegis í dag frá Akureyri eftir 3ja daga kennslu þar. Að aka hingað með vatninu var hreint ótrúlegt. Hér mældist á hitamæli í bílnum 16 stiga frost. Hér er snjór yfir öllu og héla á trjám. Hér var skein gul-bleik kvöldsólin og litaði fjallstindana með bleikum lit. Ísþoka var víða yfir ám og yfir vatninu. Birtan var ævintýraleg og skuggarnir í hrauninu sem mynduðust voru ótrúlegir. Ég ók hægt og rólega til að njóta þessarar birtu sem stoppaði þó svo stutt við, þar sem myrkrið kemur svo snöggt á þessum árstíma. Því miður tók ég ekki myndavélina með mér. Ég er ekki einu sinni viss um að hún hefði náð þessari dýrð sem ég varð vitni af. Landið okkar er bæði fagurt og frítt. Förum vel með það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þú hlýtur að hafa heyrt hvernig staðið er að salernisaðstöðu við ,,perluna" Dettifoss. Það er nú íhugunarefni hvernig staðið er að ferðamálefnum, sér í lagi þeim málum sem þú segir að við eigum að fara vel með. Samt er ég viss um að þarna við Mývatn er dýrðlegt, sérstaklega í ljósaskiptunum og í kyrru veðri.

Eiríkur Harðarson, 29.10.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Skemmtileg lýsing. Sá þetta ljóslifandi fyrir mér þó engin væri myndin.

Aktu varlega um dýrðina mín kæra!

Björg Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 5637

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband