Tommað á móti vindi.

Ég var að koma frá Egilsstöðum í kvöld. Var að kenna þar síðustu tvo daga. Ég hef nú ekki lent í því fyrr að vera 1 og 1/2 tíma á leiðinni sem annars er 1 klst. flug. Mótvindur var gríðarlegur. Vélin andskotaðist við í flugtaki, sem betur fer ekki lengi. Ferðin gekk vel en við lentum á gömlu NA/SV brautinni sem er ekki notuð nema í einstaka tilfellum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi á þeirri braut og er ég búin að þvælast um landið í flugi s.l. 12 mánuði og ríflega það.  Það var fallegt á Egilsstöðum eins og alltaf. Mikið stóð til þar fyrir utan námskeiðið en þarna voru nokkrir pólitíkusar að funda. Valgerður Sverrisdóttir, Kristján Möller, Kristján Þór, Þuríður Backman og fleiri. Einnig var VG með fund á Hótel Héraði með Steingrími J. Þar sem ég hef misst af svo mörgum fundum sá ég þarna gullið tækifæri að fara á fundinn. Þetta var fjölmennur fundur og  fróðlegt var að heyra í heimamönnum um hvernig ástandið í þjóðfélaginu snertir byggðarlagið. Áður en fundurinn hófst heimsótti ég mína eðalfrænku sem er hljóðmaður hjá RUV, Heiði Ósk. Hún var að klippa í óða önn frétt sem átti að sendast í hvelli suður og var síðan að undirbúa útsendingu á hluta Kastljóssins ásamt Hjalta en Steingrímur og Valgerður voru í þættinum. Merkilegt hvað hægt er að framkvæma í ekki stærra húsnæði og á mettíma og ég dáðist að henni frænku minni fyrir snilli hennar á græjunum. Hún er bara flottust! Ég verð að segja það. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ekki skemmilegt flug þetta!  Já, það er margt hægt í litlu plássi þegar viljinn (og hæfileikarnir!) eru fyrir hendi

Björg Árnadóttir, 19.11.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 5652

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband