Bloggleti á aðventu og kuldakast

Já, mikið skelfingar bloggleti er þetta á bænum! Ég hef ekki nennt þessu með nokkru móti síðustu daga. Ég hef þó rennt yfir færslur hjá bloggvinum mínum og sett inn komment hér og þar. Ég held að ég sé bara orðin svo leið á fréttaflutningi undanfarið og krepputalið er alveg niðurdrepandi í meira lagi svona á aðventunni. Við hjónin brugðum okkur í leikhús á laugardagskvöldið að undangengum kvöldverði á ágætu veitingahúsi í bænum. Við fórum að sjá Fólkið í blokkinni. Alveg snilldaruppfærsla finnst mér. Það er magnað að sitja nánast í miðri leikmynd og vera hluti af henni. Ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér og hlægi svolítið og hafi gaman af. Í gær var svo yndisleg aðventustund í kirkjunni hjá okkur. Okkar kór, kirkjukórinn söng aðventu og jólalög ásamt kór eldri borgara "Tónar og trix", kór eldri barna í grunnskólanum og lúðrasveit Þorlákshafnar. Kirkjan var smekkfull og kakó og smákökur í lokin.  Kuldinn var þvílíkur úti fyrir að ég hélt að mér myndi aldrei hitna þegar ég kom út í bíl. Í bílnum var -10°c frost! Héla hafði myndast bara á meðan á æfingu og athöfn stóð. En veðrið var undurfallegt og stillt, blankalogn. Kuldinn og hálkan í morgun á leið til vinnu  var líka mikil. Vegurinn frá Þorlákshöfn og Þrengslin út á Suðurlandsveg var eitt gler! Frekar hvasst var og það var eins gott að aka varlega. Vonandi slær eitthvað á þennan kulda á næstunni. Ég reikna ekki með að blogga einhver ósköp á næstunni frekar en síðustu daga. Nú er aðventan, jólaljósin eiga eftir að koma upp og fleira sem bíður. Ef róleg stund verður hendi ég kannski inn einni og einni færslu. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Æ hvað ég er sammála þér með bloggletina! Ég hefði t.d. getað verið búin að setja inn eitt og annað undanfarið en hreinlega nenni því ekki!

Takk fyrir síðast - mikið var gaman að hitta þig eftir öll þessi ár!

Björg Árnadóttir, 1.12.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi bloggleti er að ganga held ég  Takk fyrir upplýsingarnar um Fólkið í blokkinni, ef ég dvel fyrir sunnan þannig að ég sjái mér fært að fara, þá ætla ég að taka þig á orðinu.

Knús á þig mín elskuleg og takk fyrir hlý og falleg orð til mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 5636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband