Hvaðan kemur fréttin á visi.is?

Innlent 26. jan. 2009 09:55

Samkomulag um minnihlutastjórn

Náðst hefur samkomulag um að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem Framsóknarflokkurinn og Frjálslyn...

Þessi frétt er send í loftið sem staðreynd. Ekkert virðist vera til í henni og ekki er heimildamanna getið. Þó búið sé að ræða við Ingibjörgu Sólrúnu eftir þingflokksfundinn og Steingrím J. hefur ekkert í komið fram í þessa áttina. Hver skrifaði fréttina og hvaðan koma þessar heimildir. Fréttin hefur heldur ekki verið tekin út af visi.is.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég las einmitt þessa frétt í gærmorgun og fékk hroll, en það merkilega er að sá/sú sem setti fréttina inn virðist hafa vitað eitthvað meira en allir aðrir, langt á undan öðrum eða var þetta ótímabær leki? 

Ljós og kærleik í daginn þinn

Auður Proppé, 27.1.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ég tók einmitt eftir þessu líka, Silla. Það kemur hvergi fram í fréttinni að þetta séu getgátur eða "haft eftir heimildamanni" heldur sett fram sem orðin staðreynd. Það var hins vegar alveg alrangt hvernig sem á málið er litið.

Fréttin er s.s. ekki réttari en ef hún hefði verið: IMF hættir við öll skilyrði og segir að við megum eiga lánið! 

Björg Árnadóttir, 27.1.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug B. Gröndal
Sigurlaug B. Gröndal

Hef einlægan áhuga á öllu sem snertir manneskjuna,lífið og tilveruna. Ég er verkefnastjóri hjá Mími-símenntun ehf. Er hamingjusamlega gift Rafni Gíslasyni, húsasmiði. Við eigum 4 börn og 7 barnabörn og einn hund. 

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...palli
  • ...jol2008_030
  • ...jol2008_016
  • ...jol2008_012
  • Sumar2008 068

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 5647

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband